miðvikudagur, nóvember 11, 2009

mánudagur, nóvember 09, 2009

open mic: blame canada

open mic á facebook


Á Næsta bar fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 21:00 verður open-mic. [sjá mynd]

Allir velkomnir!

open mic á facebook

laugardagur, nóvember 07, 2009

10Þ TW – FIMMTA TÖLUBLAÐ: mbfr.is


Nýhil og Tíu þúsund tregawött kynna – samanskroppin af skömm, en tilneydd, kúguð, lömuð af ótta og í allan stað miður sín:

Bókverk? Ljóð? Vefur? Moggablogg? 5. tölublað Tíu þúsund tregawatta? Readymade? Myndlist? Myndbandsljóð og ljóðamyndband? Margmiðlunargagnkvæmisaðilavettvangur? Óforskömmuð auglýsing og staðgengill fyrir lamað Morgunblað? Mbfr er allt þetta, allt annað og allt sem þú getur látið þér detta í hug, allt sem aðrir geta látið sér detta í hug – til dæmis kunningjar þínir, flóttamenn á vergangi, vörubílstjórar, rakarar, Bragi í Bókavörðunni, Halldór Kiljan Laxness, Barack Obama, Sjálfstæðar konur og Birgitta Haukdal (hvar er hún nú?). Og allir koma við sögu – ekkert er mbfr svo óviðkomandi að mbfr dýfi sér ekki óhrætt (kjarkað! óttalaust! sigurboginn! grillhúsgögn! húrra!) ofan í sorapollinn og fletti af honum gubbhulunni! Frjálst og óháð! Þorir þegar aðrir deyja!

Mbfr er listaverk (ógleymanlegt! þjóðardjásn!) eftir Eirík Örn Norðdahl og Jón Örn Loðmfjörð (þeir eru æði, fáránlega hæfileikaríkir!). Það er ókeypis inn (kostar ekki neitt!) og til athugunar, skoðunar, umhugsunar á mbfr.tregawott.net. Allir eru velkomnir! Engin manneskja er ólögleg!

Höfundar vilja þakka Stefáni Friðriki Stefánssyni, Davíð Oddssyni og vefururum og útlitshönnuðum mbl.is fyrir auðsýndan stuðning (ha? auðsýndan stuðning), sem og auglýsendum (ha? auglýsendum?).

föstudagur, nóvember 06, 2009

Svona eiga prinsessur að vera

Útgáfurisinn Forlagið hefur undanfarið smalað ungum stúlkum útí horn og þröngvað upp á þær illa föndruðum kórónum með pappaglingri og drasli. Það virðist henta vel markaðstaktík Forlagsins að halda í úrsérgengnar staðalímyndir. Í fyrra hélt forlagið sérstakan konudag þar sem afsláttur var veittur af megrunardrykk og bókum um fegurðardrottningar. Prinsessur verða að drottningum sem geta keypt bækur síðar.

Það gleður því Nýhil sérstaklega að sjá unga stúlku afþakka bullið í stórfyrirtækinu og gefa því bara puttann. „Svona eiga prinsessur að vera.“

sunnudagur, nóvember 01, 2009

Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop


Nýhilistinn, skáldið og kandamaðurinn Angela Rawlings býður öllum áhugasömum á annað Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop kvöld 27. október í JL- húsinu. [sjá kort hér]

Spontaneity meets creativity!

After the wild success of the first writing workshop on October 27, 2009, and in association with Nýhil, I invite you to join me for the next one.

I'm a Canadian writer currently living in Reykjavík while I research and write my next book. I have two more weeks' stay in this fine city, and would love to share some of my favourite writing exercises with enthusiastic folks.

Since 2003, I have run creative writing workshops. I favour non-traditional writing exercises and games that emphasize unleashing our inherent creativity, playing with language in unusual and boundary-expanding ways, and raising awareness around our writing habits and values.I also perform frequently, and have an extensive background organizing events. The last few years I have run the Impromptu Series, where I arrange last-minute events (with usually 24 hours' notice). Impromptus have appeared in Canada and Belgium; this is the second time I offer an Impromptu in Iceland, and I would love to invite you to join me!

The first workshop featured automatic writing, erasure poetry, and collaborative cut-up exercises. This second workshop will feature a different selection of writing games. All are welcome to attend.

*** We'll be generating all new work, so feel no pressure to bring along texts you've already penned.
*** Any level of writing experience is welcome... whether you tend to only write grocery lists or if you've published three novels.
*** Please bring your favourite pen/pencil and paper.
*** Bring a drink/snack if you'd like.
*** Workshop is free, though donations are appreciated.

If you need directions or have any questions, feel free to ring me (angela) at 857-7342.

mánudagur, október 26, 2009

Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop

Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop á FacebookNýhilistinn, skáldið og kandamaðurinn Angela Rawlings býður öllum áhugasömum á Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop þriðjudaginn 27. október á Framnesvegi 64 kl: 20:00

Spontaneity meets creativity!

I'm a Canadian writer currently living in Reykjavík while I research and write my next book. I have two more weeks' stay in this fine city, and would love to share some of my favourite writing exercises with enthusiastic folks.

Since 2003, I have run creative writing workshops for students of almost all ages. I've worked with writers as young as six years old, extensively with teen-aged students, and with adults in and out of the university system. I favour non-traditional writing exercises and games that emphasize unleashing our inherent creativity, playing with language in unusual and boundary-expanding ways, and raising awareness around our writing habits and values.

I also perform frequently, and have an extensive background organizing events. The last few years I have run the Impromptu Series, where I arrange last-minute events (with usually 24 hours' notice). Impromptus have appeared in Canada and Belgium; this is the first time I offer an Impromptu in Iceland, and I would love to invite you to join me!


  • We'll be generating all new work, so feel no pressure to bring along texts you've already penned.

  • Any level of writing experience is welcome... whether you tend to only write grocery lists or if you've published three novels.

  • Please bring your favourite pen/pencil and paper.

  • Bring a drink/snack if you'd like.

  • Workshop is free, though donations are welcome.


- Angela Rawlings

Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop á Facebook

Angela Rawlings á Nýhil hátíðinni 2007

laugardagur, október 24, 2009

Ánægja með þjónustu Sorphirðunnar: Steingrímur J. ánægðastur

Í tilefni af grein sem Nýhilstinn Haukur Már skrifaði og birtist upprunalega á Smugunni, birtir Nýhil hér brot úr bréfi Tómasar Gabríels um fund sinn við Steingrím J.
[Steingrímur] sagðist styðja fagmannlegar starfsaðferðir Rögnu í málefnum flóttamanna og vildi meina að nú væru mál þeirra mun betur meðhöndluð en áður.
- nánar á oskra.org

föstudagur, október 16, 2009

Ánægja með þjónustu Sorphirðunnar: Bréf frá Nour

Í tilefni af grein sem Nýhilstinn Haukur Már skrifaði og birtist upprunalega á Smugunni, birtir Nýhil hér bréf frá Noor Al-Azzawi, sem Haukur Már nefnir í grein sinni.

Þýðingu á bréfinu má nálgast hér.


I’ve been crying a lot and become more cry, I love Iceland so much and I was hoping to stay there all my life forever ,But they did not give me a chance of survival and life . Why? I want to know why

I did not see good people in my life like the people of Iceland

I am now in Greece do not know what to do and did not sleep for 3 days
They put me in the airport prison, I swear my life more than 100 people inside the prison, I could not sleep I did not find the place or a bed to sleep,
This morning They told me you have to come with us for the interview, I swear to God the time of interview was not more than 10 minutes and after that they told me You Free, i asked them where to go
I do not have a place here in Greece, they told me that (you want to go or you want to stay here in prison)

I do not want to speak more because I do not want to hurt myself a lot
All I want to say now and I’m crying like a baby:
I loved Iceland and I hope to see you agine guys in iceland and Thank you very much to each person he help me, I LOVE YOU ALL A LOT
With love and sincerity and respect for all


Noor Al-Azzawi

Ánægja með þjónustu Sorphirðunnar

Mótmælum brottvísun flóttamanna frá Íslandi / Ragna þrjótur!


Í tilefni af grein sem Nýhilstinn Haukur Már skrifaði og birtist upprunalega á Smugunni, vill Nýhil hvetja alla til að mæta í dag (föstudaginn 16. okt.) á Lækjatorg klukkan 12:00 og fagna góðum störfum íslensku Sorphirðunnar.

Í kjölfarið mun skrifstofustjóri neyslu og úrgangs Ragna Árnadóttir segja frá sorphirðumálum í Evrópu í Háskólanum (sal 132 í Öskju), klukkan 13:35. Áhugsamir hvattir til að mæta.sjá nánar hérRuslið

Rusl er merkilegt orð. Annars vegar vísar það til þeirra hluta sem hafa misst gildi sitt, notagildi eða annað, og eru orðnir óþarfir. Benda má og spyrja: Er þetta rusl? Ef svarið er já, hvað er þá, hins vegar, gert við það? Því er hent í ruslið. Þar er hin merking orðsins – staðurinn fyrir það sem hefur misst gildi sitt.
Reyndar er ofmælt að það sé staður – ruslið er frekar staðleysa, gat á heiminum, út úr honum. Það sem er sett í ruslið á ekki að snúa þaðan aftur, og þorra fólks finnst ekki geðslegt að borða matvæli sem hent hefur verið í ruslið, hvort sem þau eru heil eða ekki. Ruslið er gat á heiminum í þeim skilningi að það sem hefur verið fært yfir þessi mörk, í ruslið, á þaðan í frá ekki að láta bæra á sér á heimilinu. Hvort það verður urðað, brennt eða endurunnið gildir einu, bara að það snúi ekki aftur. Þannig lagði víst kona í Reykjavík, ekki fyrir löngu, fram kæru þegar hún sá alheilt reiðhjól sem hún hafði hent í ruslið – já, þetta var þá líklega í góðærinu – snúa aftur undir rassinum á ókunnugu fólki. Maður vill ekki hafa svona lagað.

Auðvitað hættir rusl ekki að vera til, þó búið sé til þetta táknræna gat til að stinga því í, körfur, lúgur og tunnur. Það er sótt af starfsmönnum sem færa það um í bílum og koma því fyrir þar sem sem minnst fer fyrir því, og sem minnst má gera úr því. Það sem er ekki urðað eða endurunnið er brennt – en meira að segja af því stígur reykur, sem blæs kannski burt á haf út hér af eynni en snýr víst alltaf aftur einhvern veginn, einhvern daginn. Það er lúga í blokkinni og það er púströr á bílnum en það er ekkert gat á heiminum.

Nú hefur íslenska ríkið enn einu sinni ákveðið að fara út með ruslið. Menn hafa ráðfært sig hver við annan, bent og spurt: Er þetta rusl? Og í samræmi við almenn sjónarmið annarra vestrænna ríkja hafa þeir kinkað kolli hver við öðrum og sagt já, þetta er rusl. Ef ske kynni að ruslið skyldi ekki láta segjast kölluðu þeir á Mister Proper sem kom umsvifalaust eins og brosandi stormsveipur inn á heimilið og hrifsaði með sér þetta drasl: þrjá karlmenn sem heita Nour, Mohamed og Mohamed.

Hvað er gert við ruslið? Því er hent í lúguna. Múhammeðana tvo þekki ég ekki, en það má víst almennt gera ráð fyrir því að menn sem heita slíku nafni séu rusl, ekki bara óþarft heldur skaðvænlegt heilsu fólks. Það virðist almennt viðurkennt. Nour þekki ég hins vegar. Ég hafði enga grein gert mér fyrir þessu. Ég hélt að hann væri andskoti efnilegur 19 ára gamall piltur með staðfast augnaráð og áhuga á tónlist. Svolítið glysgjarn kannski. Svo reyndist hann bara vera rusl. Lögreglan tók til. Sótti hann og setti hann á sinn stað, í ruslið.

Þegar fólk er sett í ruslið gildir það sama og um annað sem þangað ratar: við hvorki vitum um afdrif þess né viljum þekkja þau. Við vitum að ruslið er sett á einhvern illa lyktandi og þröngan stað, því er sturtað og hent til og frá – en hvort sem það er urðað, brennt eða endurunnið skiptir mestu máli að það er farið, þvælist ekki lengur fyrir okkur til óþurftar og jafnvel skaða. Nour flúði til Íslands undan stríðinu í Írak. Íslenska ríkið tók þátt í að hefja það stríð – en hvað var það líka nema svolítil sorphirðuframkvæmd? Já, Nour komst undan sorphirðunni, en ekki lengi. Nú setjum við hann aftur í ruslið. Það er alls ekki nákvæmt að kalla það morð – hver veit hvað Nour fær að húrra lengi um rennuna og bíða lengi í tunnunni áður en hann verður sóttur. Og hver veit hvort ofninn verður í gangi? Hver veit nema einhver gramsi í ruslinu, rekist á Nour og finni not fyrir hann?

Mohamed og Mohamed – heilu öskuhaugarnir fullir af drasli sem kallar sig Mohamed. Það sér ekki högg á vatni þó við hendum þessum tveimur. Þetta heldur bara áfram að koma. Eins gott að sorphirðan bregðist ekki – það er ekki á það bætandi í kreppunni.

Þetta er ekki hnatthlýnun. Það hlýnar ekki af sorpbrennslunni og eiturgufunum sem af henni stíga, það hitnar. Það hitnar hratt. Eins gott að sorphirðan bregðist ekki, það er ekki alls ekki á það bætandi í kreppunni.

- Haukur Már Helgason

sunnudagur, október 04, 2009

Jibbí! Af ljóðafxxx

Ekki var þögn orðin fyrr en maður úr salnum hóf að syngja og berja í borðið, eða einhver greip míkrafóninn. Engin upplestur úr ferlisskrám skálda á milli atriða og hvorki framboð né eftirspurn af Agli Helgasyni.


Undir þessa mynd mætti ef til vill skrifa: „Áhorfendur voru syngjandi glaðir með kvöldið“ eða „Karlmenn sem mæta á Nýhil-samkomur eru yfirleitt skeggjaðir“ en við leyfum lesendum að ákveða textann sjálfir.


Þökkum öllum fyrir frábært kvöld.

mánudagur, september 07, 2009

zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


Hildur Lilliendahl svarar greinum EÖN + Loðmfjörð hér fyrir ofan...

mánudagur, ágúst 31, 2009

Ljóti boli snýr aftur

En Nýhil var líka lausara við siðferði í gamla daga. Pólitíkin hefur sannarlega alltaf verið til staðar en hún var kannski bundnari sjálfum verkunum. Verkin kölluðu á pólitík en leyfðu ekki pólitíkinni að kalla á sig. Heyrðu ekki undir hana. En veröldin hefur líka breyst. Hefur einhver hneykslast á Nýhil síðan 2004? Það transgressívasta sem Nýhil hefur gert síðan þá var líklega Landsbankasamningurinn. Hann er kannski það eina sem hefur ruglað í veruleika fólks. Hann á í það minnsta metið í rugli.

Eiríkur Örn svarar Jóni Erni hér.

Nýhil svæfir og sker burt hárlokkana:
Af ljóðahátíð Nýhils


Jón Örn Loðmfjörð
ÞÁ: UPPHAF LJÓÐAHÁTÍÐARINNAR
Reykjavíkurborg árið 2005, það er ágústmánuður og her fólks, þar á meðal ég, hefur yfirgefið bæinn til að hanga í úrhellisrigningu. Gömlu Nýhilistarnir, sem þá voru almennt ekki orðnir þrítugir, né afvatnaðir og ekki búnir að flýja land, halda stórt ljóðapartí einhversstaðar í bænum. Eða svo skilst mér.

Ég mætti ekki, stóð inni í íþróttahúsi Vestmannaeyja, tjaldið ónothæft sökum bleytu og reyndi að drekka í mig kjark inni á salerni til að fara aftur út í rigninguna. Á meðan í Reykavík var flott ljóðapartí. Ég er enn að heyra sögur. Stundum benda vinir mínir á einhvern teprulegan spjátrung og hvísla því að mér að hann hafi breyst í skepnu á fyrstu ljóðahátíð Nýhils tvöþúsundogfimm – þó virðist allt fas mannsins benda til þess að hann sé einstaklega döll og hafi alltaf verið það. Af þessu öllu spratt svo sú ímynd sem Nýhil hefur: jaðarbókaútgáfa með nýstárlega ljóðaupplestra.


NÚ: MARKAÐSSETNING VÖRUMERKISINS NÝHIL INTERNATIONAL

Í dag er Nýhil mjög annt um þessa „arfleifð“ sína. Ef Nýhil fengi markaðsfræðing, til að velja lykilorð sín, væri ekki svo fráleitt að hann skilaði frá sér orðunum:

* róttæk (skapandi, öðruvísi, hugsa framávið)
* töff (sjálfstæð, ung, kaldhæðin )
* hress (partí, brjálaðir perfomansar).

Þetta er ekki svo ólíkt sömu hugtökum og flest, ef ekki öll, sprotafyrirtæki nota til að skilgreina sjálf sig. Orð sem hægt er að standa við án mikillrar innistæðu hjá litlum nýstofnuðum fyrirtækjum – þar vinnur yngra fólk en á hefðbundnum vinnustað – sem drekkur meira að meðaltali en eldra fólk, þykist vera róttækara að meðaltali en eldra fólk og er meira upptekið af því að vera töff að meðaltali en eldra fólk. Vinnuaðstæður er óhefðbundnar sökum skorts á fjármagni til að viðhalda eðlilegum fyrirtækjastrúktúr, vinnutímar eru því óhefðbundnari og verkskiptingapýramídinn er næstum öfugur, flestir fá að vera stjórnendur – sem lætur fyrirtækið virka meira skapandi og mjög ólíkt öðrum fyrirtækjum.

Þegar fyrirtækin svo stækka og verða risaveldi reyna þau oft að halda í skapandi ímynd sprotafyrirtækis með því að vísa í upphafið. Setja sérvitran upphafsmann í áberandi symbólíska stöðu eða klifa á næstum merkingarlausu slogani. Partí partí partí. Ljóðapartí Nýhils.

NEI! ÞAÐ VAR EKKI AÐ HEFJAST NEITT PARTÍ
Þegar ég var í grunnskóla lenti ég í vondum félagsskap að mati foreldra minna og fékk á tímabili ekki að fara út á kvöldin. Einhvern föstudaginn fann móðir mín til með mér, þar sem ég var að vorkenna sjálfum mér yfir því að hafa glatað enn öðrum föstudegi. Hún fór og sótti vidjótæki og spólur um ávaxtaflugur og líffæri Jóa á bókasafninu, lagði gulrætur á stofuborðið og ídýfu og tilkynnti mér loks að nú væri partí hjá okkur. Þetta er ekki neitt partí, sagði vanþakkláta gelgjan ég við hana.

*


Um daginn heimsótti ég einn af þeim sem tilheyrðu þessum slæma félagsskap á grunnskólaárum mínum á Selfossi. Þarna voru saman komnir allmargir vinnufélagar hans af bílaverkstæði á Selfossi og einhverjar stúlkur sem vinna á Kaffi Krús og Krónunni. Fólk sat í stólunum sínum og horfði á mig, aðkomumanninn, allar stúlkurnar of ungar til að muna eftir mér og flestir strákanna löngu búnir að gleyma mér. Gestgjafinn sat við hlið mér og fór að rifja upp gamlar sögur, þjónustustigsmun landasalanna þriggja sem við þekktum þá og öll partíin sem hann hélt þegar móðir hans beilaði á barninu til að djamma í Reykjavík.

Þetta voru margar góðar sögur, en á milli þeirra var ekkert – bara hópur Selfyssinga að reyna komst á það stig í drykkjunni að hægt væri að brosa og hlæja yfir því að djammið hafði fæðst andvana. Þegar allar sögurnar voru loks búnar og ég hafði jamm og jæjað allar tilraunir gestgjafans til að segja mér frá ástarlífi sínu, þá greip hann í hönd mína og hrópaði: „Mundu Jón þú ert hjá manninum sem heldur bestu partíin.“ Og það var satt, svona einu sinni. Svo stóð hann upp og benti á lítinn verðlaunabikar uppi í hillunni sem hann hafði unnið í billiardmóti í félagsmiðstöð Selfoss fjórtán gamall, þegar hálfur bærinn var með skæða flensu: „Ég er langbestur.“ Ég notaði tækifærið og laumaði mér til stúlku sem ég vissi að væri á leiðinni til Reykjavíkur og bað um far. „Mig langar að djamma og það er bara ekkert partí hér“

*


Vinur minn kynntist einu sinni stúlku sem hafði þann eina galla, að hans sögn, að eiga leiðinlegustu vinkonu í heimi – um það vorum við sammála. Ég sem vinur hans var alltaf dreginn með hvert sem var, svo ég gæti sinnt hlutverki mínu: að halda vinkonu hennar í burtu frá þeim. Þær tvær höfðu það fyrir reglu að hittast alltaf á föstudögum og vera með Sing Star-partí. Þangað mættum við og fleiri með svipaðar áætlanir og við. Stundum fannst þeim tveimur svo gaman að þær fóru ekki einu sinni niðrí bæ þó allir aðrir gestir væru farnir nema þær og við tveir.

Í lok partísins var hann og sæta stelpan alltaf komin í trúnó inni í eldhúsi og ég með hinni stelpunni í Sing Star. Helvítis stelpan var alltaf svo glöð þegar ég vildi hanga með henni í Sing Star, eins og aukagleðilitningur hefði festst í stóra frekjuskarðinu hennar og núna væri allt að eilífu gaman. „Jón, veistu hvað við erum að upplifa núna? Þetta er partí! Alvöru ekta partí!“

NEI! ÞETTA ER EKKI PARTÍ ÞÓ ÞÚ SEGIR ÞAÐ

21. og 22. ágúst 2009 hélt Nýhil upp á fimmtu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils. Í fréttatilkynningu var lofað ljóðapartí með átta erlendum skáldum og þrettán íslenskum. Ég taldi ekki skáldin en hef engar forsendur eða ástæður til að efast um töluna. Ég hins vegar hugsaði til partísins á Selfossi, þegar ég sá hvernig fólkið í salnum einblíndi á skáldið, aðkomumanninn, hreyfingarlaust en átti það til að forða sér kurteisislega út þegar skáldið leit undan.

Hátíðin minnti að mörgu leyti á ráðstefnu – og ekki þá skemmtilegustu sem ég hef séð. Ljóðskáldin flest ríghéldu í púltið, töluðu lágt í míkrafóninn (eða hann illa stilltur) og salurinn sýndi engin viðbrögð. Úti stóðu reykingamennirnir og ræddu um hvað Nýhil væri töff, ljóðapartíið líka og að hátíðin tvöþúsundogfimm hefði verið mega skemmtileg. Eitt skáldið las upp hálf nakið. Einn öskraði ljóðin sín. Inni var líka partí rétt eins og þá, því þetta var framhald á sama partíi. „Nýhil er töff.“ „Hvar er Eiríkur Örn?“ „Og svo lætur Egill Helgason ekki sjá sig í þetta rosalega menningarpartí?“

HVAR ER EGILL HELGASON?
Það er alþekkt að í leiðinlegum partíum sitja gestirnir með síma undir borði og reyna að redda sér öðru partíi eða einhverjum bólfélaga, til að geta löglega farið. Þeir sem hafa hvorugt reyna að fá vini sína til að koma líka, með það í huga að a) hugsanlega bjargi hann fjörinu b) hafi einhvern skilningsríkan til að nöldra yfir því hvað þetta er leiðinlegt. Það lýsir því ágætlega hversu töff og hresst Nýhil er, þegar Egill Helgason er maðurinn sem á að vera a og/eða b.

Ef Egill Helgason væri gestur í sama partíi og ég myndi ég róta í krullunum hans, og bjóða honum að ganga alla leið með andlegu samkynhneigðina sína og slá hann á rassinn. Fá mér í glas. Flissa. Spjalla. Hrópa. En ekki sitja í stól og bíða þess að Egill Helgason segi eitthvað eða bjargi fjörinu. Ef hann er ekki í partíinu þá hugsa ég ekki til hans – í alvöru, ég hef engar kenndir til hans svona dagsdaglega – og hann er síðasti maðurinn sem ég myndi treysta á til að bjarga einhverju partíi. Þó hann hafi einu sinni fengið að vera með sinn eigin áramótaþátt þar sem hann söng með Geirfuglunum, þá er hann ekki maðurinn sem bjargar partíi sem var aldrei partí.

SKÍTT MEÐ KERFIÐ! HELVÍTIS KERFIÐ!
Markaðsfræðingar Vodafone á Íslandi fengu síðasta sumar (2008) hljómveitina RASS til að spila eitthvað pönkglamur, Pétur Jóhann á trommurnar og hrópa svo klisjukenndar pönksetningar yfir. Markhópur Vodafone er ungur, heimskur, smekklaus og er þar að auki mikið í nöp við allt yfirvald. Markaðsfæðingar Vodafone sáu að þetta var um það bil sami hópur og finnst Pétur Jóhann fyndinn og er tilbúinn til að hrópa einföld slagorð ef það þykir því fá samþykki hópsins fyrir vikið. Frábær herferð.

Að sjálfsögðu hafa markaðsfræðingar Nýhils fyrir löngu gert könnun á markhópi Nýhils. Hann er feiminn, vinafár í grunnskóla, fer aldrei á mannfögnuð sem tengist ekki vinnunni, drekkur bara einn heima hjá sér yfir sjónvarpinu og þegar ráðuneytið sem hann vinnur hjá býður honum í kokteilboð. Hann bíður eftir næsta „reunion“ grunnskólans svo hann geti sannað fyrir hinum að hann hafi meikað það – í góðri skrifstofuvinnu, sé boðið í partí oft og viti mikið um menningu. Boð Nýhils er fullkomið fyrir hann og hann er ólíklegur til að þora kvarta undan leiðindum (þá myndi hann óvart opinbera vankunnáttu sína á því sem er skemmtilegt og því sem er gott)

DJÖFULL VARSTU GÓÐUR Í MORFÍS
Að lokum: Svo ég notist við líkingarfræði Vals Brynjars Antonssonar („Nýhil er ekki getnaður. Nýhil er fullnæging.“). Ljóðahátíð Nýhils er ekki árangur né áfangi. Hún er ekki útskrift. Nú eru allir búnir að taka hvíta kollinn af húfunni sinni og júbilerandi grákollar rifja upp árið tvöþúsundogfimm. Partí. Partí. Eftir kvöldið geta svo sumir farið heim til sín og horft á verðlaunabikarinn úr Morfís uppi í hillu og hugsað „Fuck ég er enn bestur!“ og brosað yfir gömlum sigri – þó enginn hugsi í alvöru um kvöldið sem afrek, þó sumir fái athygli fyrir gömul afrek.

Einu sinni sat ég á bar þar sem vel drukkinn ókunnugur maður síendurtók fyrir mér að hann hafði æft með Eiði Smára átta ára gamall og verið talsvert betri en hann. Mér leiddist röflið en fór að lokum að trúa honum, af vorkunn. Af hverju heldur Nýhil áfram að hrópa partí! partí! partí! þegar það er ekkert partí og öllum leiðist röflið? Þorir enginn að segja af vorkunn: Djöfull eruð þið ógeðslega leiðinleg?

- lommi

sunnudagur, ágúst 30, 2009

Af steypu: 5ta vers í Afbókaflokki

Nú skelfur jörð og skakast himnakroppar!

Bókstafir skríða í felur fyrir komandi fyrirsát, ljóðlistin tekur jóðsótt og fæðir nýja bók: Af steypu, fimmta vers í afbókaflokki Nýhils!

Af steypu meðhöndlar sjálfa meðhöndlun tungumálsins, setur efnið í fyrirrúm og spyr sig: Hvað á þetta allt saman eiginlega að þýða? Hvað er hægt að gera með ljóðlistinni? Myndljóð, konkretljóð, endurvinnsla, hömlur, konseptljóðlist - möguleikarnir virðast óþrjótandi. Bókin er svo stútfull af ljóðverkum og ritgerðum, bæði frumsömdum og þýddum, að bókahillur hreinlega svigna og fílefldir burðarþrælar Nýhils eru við það að kikna í hnjáliðum. Fullvíst má telja að svo veglegt rit um ljóðlist hafi ekki komið út á Íslandi í langan tíma.

Ritstjórar Af steypu eru Eiríkur Örn Norðdahl og Kári Páll Óskarsson, en meðal höfunda efnis eru Gertrude Stein, Guillaume Apollinaire, Charles Bernstein, Inger Christensen, Gyrðir Elíasson, Óskar Árni Óskarsson, Sjón og margir, margir fleiri. Leiðbeinandi verð bókarinnar er kr. 3990 og er hún til sölu í öllum betri bókaverslunum. Hún er í kiljuformi og 284 síður að lengd.

Svör við öllum spurningum veita ritstjórar:

Eiríkur: kolbrunarskald@gmail.com
Kári: kari@kommunan.is

sunnudagur, ágúst 16, 2009

Fimmta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils
í Reykjavík dagana 19.-23. ágúst 2009

Miðvikudagur 19. ágúst
GrandRokk kl. 21:00:
Þjófstart á hátíðina. Koverljóðakvöld – open mic/open michelle/opinn hljóðnemi. Hvert skáld les eitt ljóð úr eigin sarpi og eitt ljóð að eigin vali eftir einhvern annan.

Fimmtudagur 20. ágúst
Norræna húsið kl. 17:00:
Opnun hátíðarinnar. Upplestur norrænna gesta og léttar veitingar.
NæstiBar kl. 21:00:
Alþjóðleg vídeóljóðasýning, sett saman af Eiríki Erni Norðdahl.

Föstudagur 21. ágúst
Hjartatorg kl. 16:00:
Bókamarkaður Nýhils.
Tryggvagata 11 (áður kosningamiðstöð Vinstri grænna) kl. 21:00:
Ljóðapartí með fjórum erlendum og sex íslenskum skáldum. Tepokinn spilar að upplestri loknum.

Laugardagur 22. ágúst
Norræna húsið kl. 14:00-16:00:
Jórunn Sigurðardóttir stjórnar pallborðsumræðum um ljóðlist. Þátttakendur verða Morten Søndergaard, Vivek Narayanan, Cia Rinne, UKON, Bryndís Björgvinsdóttir, Ingólfur Gíslason og Valur Brynjar Antonsson.
Tryggvagata 11 (áður kosningamiðstöð Vinstri grænna) kl. 21:00:
Ljóðapartí með fjórum erlendum og sjö íslenskum skáldum. Fallegir menn spila að upplestri loknum.Ljóðapartí föstudaginn 21. ágúst

Kynnir: Sigurður Pálsson

Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Kristín Svava Tómasdóttir
Dmitry Golynko
Haukur Ingvarsson
UKON

Hlé

Kári Páll Óskarsson
Anton Helgi Jónsson
Mette Moestrup
Bryndís Björgvinsdóttir
Morten Søndergaard

Tepokinn spilar


Ljóðapartí laugardaginn 22. ágúst

Kynnir: Þórunn Erlu Valdimarsdóttir

Haukur Már Helgason
Palle Sigsgaard
Arngrímur Vídalín
Halldóra Kristín Thoroddsen
Angela Rawlings

Hlé

Ingólfur Gíslason
Hildur Lilliendahl
Cia Rinne
Valur Brynjar Antonsson
Jón Örn Loðmfjörð
Vivek Narayanan

Fallegir menn spila

laugardagur, ágúst 08, 2009

Hermann Stefánsson hættur


„Ég held ég skuldi Nýhil eina bók, svona for old times sake, no hard feelings, en að öðru leyti er ég hættur. Stjórn Nýhils hefur lofað mér því að hún komi út næstu jól.“

Mörgum þykir þetta ótrúlegt í ljósi þess að Hermann átti vinsæla bók síðustu jól, Algleymi, sem mörgum þótti ótrúlega skemmtileg og vel skrifuð.

„Æ, ég er ekkert career skáld. Ég er Gary Numan frekar en Duran Duran; allt í lagi að eiga einn og einn hittara en svo langar mig bara að fljúga rellunni minni - eða gera eitthvað annað.“

Hermann Stefánsson segist ætla að eyða næstu mánuðum á Bahamaeyjum.

sunnudagur, júlí 19, 2009

Útgáfuteiti: eldur í æðum - eru ekki allir í stuði? Kvennaslóðir! Comrades!

Útgáfu partý í Gallerí Crymogæu að Laugavegi 41a (fyrir aftan Vínberið) miðvikudagskvöldið 22. júlí.

Fimm fyrstu bækurnar í nýtilkominni smábókaseríu Nýhils koma út í júlí. Þær eru smáar en knáar, fara vel í vasa og eru á mjög hagstæðum kjörum fyrir kreppuþjáða bókaunnendur.


Ég hata alla! ...da ra ra raaa eftir Bryndísi BjörgvinsdótturSjálf kvíslast ég eftir Hildi LilliendahlÞað sem mér finnst helst að heiminum... eftir Ingólf Gíslason


Usli eftir dr. Usla


Sori: manifestó eftir Valerie Solanas í íslenskri þýðingu dr. Usla


Útgáfu bókanna verður fagnað með partíi í Gallerí Crymogæu að Laugavegi 41a (fyrir aftan Vínberið) miðvikudagskvöldið 22. júlí. Höfundar smábókanna lesa úr verkum sínum og sérlegir gestir verða gjörningaljóðadúettinn Gúmmískáldin og Frank Langmack, Danmerkurmeistarinn í ljóðaslammi.

mánudagur, júní 15, 2009

Arkitektinn með Alpahúfuna


17. júní næstkomandi heldur Óttar M. Norðfjörð sýningu á klippilistaverkum sem hann vann fyrir bók sína, Arkitektinn með alpahúfuna. Um er að ræða ævisögu Sverris Norðfjörð, föður Óttars, sem lést 17. júní í fyrra, 67 ára að aldri.

Ævisagan er unnin upp úr dánarbúi Sverris, svo sem ljósmyndum, bréfum og teikningum, auk ýmislegs annars. Hver opna í bókinni er sjálfstætt klippilistaverk sem sýnir brot úr ævi Sverris og á sýningunni verða nokkrar vel valdar opnur úr bókinni til sýnis, ásamt bókinni sjálfri. Aðeins 18 eintök voru prentuð af henni.

Sýningin er haldin í Grófinni 1 í miðbæ Reykjavíkur (beint á móti Borgarbókasafninu) og stendur frá klukkan 15-18 aðeins þennan eina dag. Veitingar í boði og allir velkomnir. Það er rithöfundaforlagið Nýhil sem gefur ævisöguna út, sem er 285 síður að lengd og verður ekki til sölu. Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá Óttari í síma 866-9276.

Í viðhenginu er bókakápan og ein opna úr bókinni. Þeir sem hafa aðgang að Facebook geta nálgast fleiri opnur á eftirfarandi slóð:

fimmtudagur, júní 11, 2009

Hvar standa róttæk stjórnmál í dag?

Chantal Mouffe á opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands

Staður: Salur HT 102 á Háskólatorgi, Háskóla Íslands

Tími: Laugardagur 13. júní 2009 kl. 14:00

Hinn þekkti stjórnspekingur Chantal Mouffe flytur opinn fyrirlestur í Reykjavík laugardaginn 13. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn nefnist á ensku „Radical Politics Today“ og þar mun Mouffe gera grein fyrir hugmyndum sínum um róttæka stjórnmálabaráttu, sem eiga mikið erindi við Íslendinga í ljósi atburða vetrarins; efnahagshruns, fjöldamótmæla og sögulegra kosningaúrslita. Hún ber kenningar sínar saman við hugmyndir Antonios Negri á gagnrýninn hátt, en hann flutti fjölsóttan fyrirlestur hér á landi þann 26. maí síðastliðinn.

Mouffe, sem er prófessor í stjórnmálafræði við Westminster-háskóla í London, er þekkt fyrir kenningar sínar um róttækt lýðræði, sem hún hefur að hluta sett fram sem gagnrýni á kenningar frjálslyndra stjórnspekinga á borð við John Rawls og Jürgen Habermas. Öðrum þræði eru skrif hennar ekki síður gagnrýni á aðra vinstrimenn og marxista, en Mouffe hefur um 25 ára skeið haldið á lofti nauðsyn þess að vinstrihreyfingar losi sig undan efnahagslegri nauðhyggju og víkki út hugmyndir sínar um stéttabaráttu.

Af verkum Mouffe má nefna bókina Hegemony and Socialist Strategy sem hún gaf út ásamt Ernesto Laclau árið 1984, en þar beittu þau kenningum ítalska marxistans Antonios Gramsci á nýstárlegan hátt. Árið 2000 gaf Mouffe út hina áhrifamiklu bók The Democratic Paradox, þar sem hún beitir jafn ólíkum höfundum og Jacques Derrida og Carl Schmitt til að gagnrýna frjálslyndar hugmyndir um lýðræði, en Mouffe telur þær einkennast af of einsleitum hugmyndum um samlyndi og ónógri fjölhyggju. Greinin „Til varnar ágreiningslíkani um lýðræði“ eftir Chantal Mouffe birtist í íslenskri þýðingu í 16. tölublaði Hugar, tímarits Félags áhugamanna um heimspeki árið 2004.

Heimsókn Mouffe er liður í fyrirlestraröðinni Endurkoma róttækninnar sem Nýhil stendur fyrir, og hefur það að markmiði að færa íslenska samfélagsumræðu nær róttækum hugmyndastraumum. Styrktar- og samstarfsaðilar eru Evrópa unga fólksins, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Félag áhugamanna um heimspeki, Listaháskóli Íslands og Nýlistasafnið.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á spurningar að framsögu Mouffe lokinni.

Hvað er pólitískur vilji?

Peter Hallward heldur opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands

Staður: Salur 101 í Odda, Háskóla Íslands

Tími: Fimmtudagur 11. Júní 2009 kl. 17.00

Peter Hallward flytur opinn fyrirlestur í Reykjavík þann 11. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hvað er pólitískur vilji?“ og í honum mun Hallward fjalla um yfirvegaðan og röklegan pólitískan vilja og ástæður og afleiðingar þess að hann hefur verið sniðgenginn í evrópskri heimspeki undanfarin ár. Hallward vísar til hefðar sem má rekja aftur til Rousseau (og jafnframt má finna í verkum Robespierre, Gramsci, Sartre, Fanon, Freire og Badiou, meðal annarra) og áréttar mikilvægi sjálfssprottinnar baráttu þeirra sem eru undirokaðir, sem byggð er á myndun sameiginlegs vilja, með hliðsjón af hinni gömlu en byltingarsinnuðu hugmynd um „vilja fólksins“.

Peter Hallward er þekktur fyrir skrif um franska samtímaheimspeki, sérstaklega bækur sínar um kenningar Alains Badiou og Gilles Deleuze. Hann hefur einnig gefið út gagnrýnið verk um eftirnýlendufræði og nýlega bók um stjórnmál og sögu Haítí auk þess sem hann vinnur nú að rannsókn á pólitískum vilja sem drifkrafti róttækra samfélagsbreytinga. Hallward er prófessor í heimspeki við Middlesex-háskóla í London.

Heimsókn Hallward er liður í fyrirlestraröðinni Endurkoma róttækninnar sem Nýhil stendur fyrir, og hefur það að markmiði að færa íslenska samfélagsumræðu nær róttækum hugmyndastraumum en styrktar- og samstarfsaðilar eru Evrópa unga fólksins, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Félag áhugamanna um heimspeki, Listaháskóli Íslands og Nýlistasafnið.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á spurningar að framsögunni lokinni.

þriðjudagur, maí 26, 2009

Hardt og Negri í kvöld

Þriðjudaginn 26. maí kl. 20:00-22:00
Hardt og Negri á
Háskólatorgi (HT 102)

Í verkum Hardts og Negris er engin útópía, engin forskrift að nýrri samfélagsgerð – aðeins hugmyndin um stöðugt andóf og stöðuga baráttu gegn heimkapítalismanum, sem haldi áfram svo lengi sem kerfið er við lýði. Hugmyndir þeirra eru þess vegna ekki endilega líklegar til að slá í gegn hjá þeim sem telja það fyrstu skyldu allra andófshreyfinga að sýna fram á að þær boði „betri hugmynd“ en kapítalismann. Hardt og Negri telja að útópískar hugmyndir séu óþarfar og jafnvel óæskilegar – andófið er alltaf þegar fyrir hendi, félagsleg staðreynd sem hefur frá byrjun mótað kapítalismann og þróun hans, og þarf sem slík ekki á neinni utanaðkomandi réttlætingu að halda.

Viðar Þorsteinsson um Hardt og Negri í viðtali á NEI!inu


Sjá hér frekar um Hardt og Negri

sunnudagur, maí 17, 2009

laugardagur, maí 16, 2009

Kommúnismi 21. aldarinnar:
Höfundar Empire sækja landið heim


Michael Hardt: Kommúnisminn sem hið sameiginlega (The Common in Communism)

Antonio Negri: Nokkrar hugleiðingar um hugtak og framkvæmd kommúnismans (Some Reflections on the Concept and Practice of Communism)

Þriðjudagur 26. maí kl. 20:00-22:00

Um fyrirlesarana
Antonio Negri er, ásamt Michael Hardt, höfundur bókanna Empire frá árinu 2000 og Multitude frá 2004. Negri var í hópi róttækra vinstrimanna á Ítalíu sem á sjöunda áratugnum tóku þátt í sjálfsprottinni andófshreyfingu verkamanna, autonomista-hreyfingunni, en hann gegndi þá stöðu prófessors í stjórnmálafræði við Padua-háskóla. Á áttunda áratugnum var Negri saklaus gerður að blóraböggli í alræmdri rannsókn ítalskrar lögreglu á morðinu á Aldo Moro, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, og dæmdur til fangelsisvistar. Negri hélt þá til Parísar í útlegð líkt og fleiri róttækir vinstrimenn frá Ítalíu sem urðu fyrir ofsóknum stjórnvalda.

Negri, sem dvalið hefur í útlegð og í fangelsum stóran hluta ævi sinnar, hefur blandað saman túlkun autonomista á kenningum Karls Marx, eigin rannsóknum á Spinoza, kenningum Foucaults um lífvald og skapandi verufræði þeirra Deleuze og Guattari. Auk Multitude og Empire eru helstu verk Negris bókin The Savage Anomaly um Spinoza (U. of Minnesota Press 2000) og Time for Revolution (Continuum 2005) auk nýútkominnar viðtalsbókar, In Praise of the Common (U. of Minnesota Press 2008).

Michael Hardt er prófessor í bókmenntum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir skrif sín í félagi við Antonio Negri, en hann hefur einnig þýtt og ritstýrt fjölda bóka um róttæka stjórnmálaheimspeki á Ítalíu. Má þar nefna greinasafnið Radical Thought in Italy (meðritstj. Paolo Virno, U. of Minnesota Press 2006) auk þess sem hann skrifaði inngangsrit um heimspeki Deleuze, Gilles Deleuze: An Apprenticeship in Philosophy (U. of Minnesota Press 1993).

Í Empire (Harvard University Press 2000) fjalla Hardt og Negri um þróun hnattvædds kapítalisma út frá óhefðbundinni blöndu marxisma og póst-strúktúralisma. Þeir telja að ný og óformleg tegund stjórnvalds, Empire (Veldið), hafi haldið innreið sína í valda- og viðskiptakerfi heimsins í kjölfar nýrra framleiðsluhátta og hnattvæðingar og þannig leyst heimsvaldastefnu einstakra þjóðríkja af hólmi. Empire og framhald hennar, Multitude (Penguin 2004), hafa haft mótandi áhrif á umræðu fræðimanna um hnattvæðingu stjórnmála og viðskipta á síðasta áratug, auk þess sem hugmyndir Hardts og Negris eiga sér óumdeilda samsvörun í róttækum mótmælahreyfingum samtímans. Aðrir fræðimenn hafa skipst í flokka eftir afstöðu sinni til hugmynda Hardts og Negris, en af gagnrýnendum þeirra má nefna Slavoj Zizek og Chantal Mouffe, en sú síðarnefnda mun reifa þá gagnrýni í erindi sínu hér á landi þann 13. júní næstkomandi. Þýðing á köflum úr Empire birtist í 15. tbl. Hugar, tímarits Félags áhugamanna um heimspeki árið 2003, en gagnrýnandi New York Times kallaði bókina „kommúnistaávarp 21. aldarinnar.“

Efni fyrirlestranna

Í erindi sínu, sem nefnist „Kommúnisminn sem hið sameiginlega“, mun Michael Hardt gera grein fyrir túlkun sinni á kommúnisma út frá hinu sameiginlega, í formi bæði náttúrugæða og þess sem maðurinn framleiðir. Hið sameiginlega nær að mati Hardts utan um land, vatn og loft, sem og tungumál, þekkingu, hugmyndir og hughrif. Hardt mun rökstyðja hvernig framleiðsla í auðmagnskerfinu snýst í vaxandi mæli um og reiðir sig á framleiðslu hins sameiginlega. Samt sem áður er hið sameiginlega og framleiðslugeta þess eyðilagt um leið og því er breytt í einka- eða almenningseign. Verkefni framtíðarinnar er að mati Hardts að tryggja frjálst aðgengi og flæði hins sameiginlega.

Fyrirlestur Negris, „Nokkrar hugleiðingar um hugtak og framkvæmd kommúnismans“, fjallar að hluta um hefðbundin viðfangsefni marxískrar heimspeki og söguskoðunar: sögulega efnishyggju, stéttabaráttu og andstöðu við ríkisvaldið. Hann tekur saman nokkur af helstu umfjöllunaratriðum kenninga sinna, svo sem mergðina (multitude), hið sameiginlega og lífvaldið, auk þess sem hann ræðir um þörfina á því að finna andófi samtímans skipulagðan farveg. Hann rökstyður að geta mergðarinnar til að skapa hið sameiginlega verði að vera uppistaðan í sköpun kommúnisma framtíðarinnar.

Fyrirlestur Hardts fer fram á ensku en Negri mun tala á ítölsku með íslenska þýðingu á skjá. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, og boðið verður upp á fyrirspurnir úr sal að fyrirlestrum loknum. Fjölmiðlum sem óska eftir viðtölum við Michael Hardt og/eða Antonio Negri er bent á að hafa samband við skipuleggjendur.

Um fyrirlestraröðina

Fyrirlestrarnir marka upphafið að fyrirlestraröðinni „Endurkoma róttækninnar“ sem Nýhil stendur fyrir. Röðinni verður fram haldið með opnum fyrirlestri Peters Hallward þann 11. júní og henni lýkur með opnum fyrirlestri Chantal Mouffe þann 13. júní. Fyrirlestrar Hallward og Mouffe verða auglýstir sérstaklega.

Styrktar- og samstarfsaðilar fyrirlestraraðarinnar eru Evrópa unga fólksins, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Félag áhugamanna um heimspeki, Listaháskóli Íslands og Nýlistasafnið.

Nánari upplýsingar veita:
Viðar Þorsteinsson | vidart@simnet.is | s. 695 4280
Anna Björk Einarsdóttir | anbjei3@gmail.com | s. 857 8007

laugardagur, maí 09, 2009

Chantal Mouffe:
Róttæk stjórnmál í samtímanum


13. júní
HT102 (salur 102 á Háskólatorgi)Chantal Mouffe flytur opinn fyrirlestur í Reykjavík þann 13. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn nefnist á ensku „Radical Politics Today“ og í honum mun Mouffe gera grein fyrir hugmyndum sínum um hlutverk forræðis (e. hegemony) í róttækri stjórnmálabaráttu. Hún mun bera kenningar sínar saman á gagnrýnin hátt við hugmyndir Antonios Negri, sem flytur fyrirlestur hér á landi þann 26. maí.

Chantal Mouffe er einkum þekkt fyrir kenningar sínar um lýðræði, sem eru að hluta settar fram sem gagnrýni á kenningar frjálslyndra stjórnspekinga á borð við John Rawls og Jurgen Habermas en ekki síður sem gagnrýni á aðra vinstrimenn og marxista. Hún skrifaði bókina Hegemony and Socialist Strategy ásamt Ernesto Laclau, en í henni beittu þau kenningum ítalska marxistans Antonios Gramsci á nýstárlegan hátt. Mouffe er prófessor í stjórnspeki við Westminster-háskóla á Bretlandi. Greinin „Til varnar ágreiningslíkani um lýðræði“ birtist í 16. tölublaði Hugar, tímarits Félags áhugamanna um heimspeki árið 2004.

Það er Nýhil sem stendur að fyrirlestrinum en styrktar- og samstarfsaðilar eru Evrópa unga fólksins, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Félag áhugamanna um heimspeki, Listaháskóli Íslands og Nýlistasafnið.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á spurningar að framsögu Mouffe lokinni. Nánari upplýsingar á www.nyhil.org.

föstudagur, apríl 24, 2009

Kynningarfundur um höfunda Empire

29. apríl klukkan 20:00 - Kaffi Hljómalind

Í tilefni af komu Michaels Hardt og Antonios Negri til Íslands í maí verður stutt og skemmtileg kvöldsamkoma fyrir alla róttæklinga, spekúlanta og aktívista sem langar að kynna sér helstu atriðin í Empire og Multitude.

Sýndur verður hluti úr myndinni The Cell, en hún geymir viðtöl við Antonio Negri um fangelsisvist hans í kjölfar þess að hann var ranglega dæmdur fyrir aðild að morðinu á Aldo Moro forsætisráðherra Ítalíu.

Haldin verður stutt inngangstala um hinar áhrifamiklu kenningar í Empire og Multitude og síðan boðið upp á spurningar og umræður. Allir velkomnir og ókeypis inn!

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Fréttir frá mínu landi uppseldFréttir frá mínu landi eftir Ármann Jakobsson er uppseld hjá útgefanda. Síðustu eintökin eru í verslunum.

sunnudagur, apríl 12, 2009

Sittúasjónin er revúlúsjóner:
Michael Hardt og Antonio NegriÍ lok hátíða líta börnin á dagatalið og telja hversu margir dagar eru til næsta tyllidags. Nú á páskadag (gleðilega hátíð!) tilkynnir Nýhil að ekki séu nema sex vikur eða 44 dagar til viðburðar sem svo sannarlega verður tilefni til að gleðjast yfir.


26. maí 2009 verða Nýhil o.fl. með sérstakan atburð.

Michael Hardt og Antonio Negri, höfundar bókanna Empire og Multitude, tala um fjármagnskreppur, andóf og möguleikann á lýðræðislegum kommúnisma í nánustu framtíð. Ómissandi tækifæri til að hlýða á fremstu hugsuði samtímans á sviði gagnrýnna samfélagsvísinda. Boðið verður upp á fyrirspurnir og búast má við að nýju ljósi verði varpað á atburði vetrarins hér á landi. Aðgangur ókeypis og allir hvattir til að mæta!

Meira um þetta síðar. Fylgist með hér eða á facebook.

fimmtudagur, apríl 09, 2009

Sittúasjónin er revúlúsjóner:
Hústaka og ljóðalesturFélagsrými hefur verið yfirtekið við Vatnsstíg 4!

Alstaðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti að rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti að leigja á okurverði, hús sem áttu að gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara. Við spurðum hvorki kóng né prest hvort við mættum brúka þetta hús, við þurfum ekki leyfi þeirra sem þykjast geta ráðskast með líf og land í krafti peninga. Við tökum ekki þátt í því kerfi.

Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi félagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli; t.d. halda fræðslukvöld, elda mat, koma á fót leshringjum, stunda pólitískt starf gegn auðvaldinu og til hvers konar sköpunnar auk hverra þeirra uppákoma sem fólk kærir sig um að halda.

Rýmið verður opið öllum þeim sem vilja stuðla að róttækum breytingum í
samfélaginu.


Hið kapítalíska lýðræðið er eins og við þekkjum það í raun aðeins enn eitt valdakerfið hannað til að níðast á fólki og græða á því. Fólki er kennt að það sé það eina réttláta kerfið sem mannskepnan hefur smíðað utan um sig, en slíkt er firra. Í lýðræðinu kúgar meirihlutinn minnihlutann og fáir lenda á toppi valdapýramída á kostnað hinna mörgu. Fyrir hvern forsætisráðherra eru þúsundir sem eru það ekki. Sameiginleg ákvarðanartaka allra er sú aðferð sem anarkistar og ýmsir aðrir róttækir hópar nota til að komast að niðurstöðum í hópum, stórum sem smáum í stað meirihlutakosninga og valdapýramída lýðræðisskrumsins. Við viljum tækifærið til þess að skapa möguleikana, ekki bara velja á milli þeirra!

Kapítalismi gerir fólki kleift að eiga hús, en láta þau standa auð þrátt fyrir að fjölda vanti heimili og viðverustaði. Bankarnir eiga flest tómu húsana og ætlast er til þess að við fólkið borgum fyrir þá svikamyllu sem viðgekkst „fyrir hrun“. Það verður ekki liðið lengur.

Hústöku þessari er stefnt gegn yfirvaldi, auðhyggju og hverskonar valdabrölti. Húsið okkar verður laust við ríkjandi yfirvöld hér á landi og laust við alla yfirvaldsbygginu að okkar hálfu.

Við, fólkið, felldum fyrri stjórn og erum langt frá baki dottin um framhaldandi niðurrif á þessu kerfi mismununar og græðgi en samhliða því byggjum við upp það samfélag sem við viljum lifa í. Við hvetjum aðra til þess að neita að borga skuldir til banka og taka yfir eigin hús og hefja almennar hústökur!

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Síðasta ljóðabók Sjóns er ólöglegRýnanda þykir einkennilegt að einhver skuli nota verk annars til að fá athygli en þó þarf ekki að leita lengra en á facebook, bloggsíður og myspace til að sjá að ýmsir hafa tileinkað sér að nota texta, lög og myndir annarra til að tjá sig. Er Síðasta ljóðabók Sjóns myspace.com að taka á sig efnisform? Sjón er kannski súr en Síðasta ljóðabók Sjóns er súrnun á Sjón, og fellur því algerlega um sjálfa sig...

Celidonus er módel, sem brosir til okkar vandræðalega, klætt línum Sjóns og ef til vill hrópar eitthvað barn „En hann er nakinn!“. Það skiptir engu máli, Celidonius á hvorki tilkall til nektar sinnar né klæða. Bókin er ólögleg.
(úr dómi Jóns Arnar Loðmfjörð á Síðustu ljóðabók Sjóns,
tekið héðan)

Salurinn er fullur, ritstjórinn hefur haldið ræðu og lúðrasveitin spilað þrsivar


Nýtt tölublað af Tíu þúsund tregawöttum hefur litið dagsins ljós! Þemað er ljótleiki, ritstjóri er hinn knái Kári Páll Óskarsson (höf. Með villidýrum) og meðal efnis er, fullt af Nýhil-skáldum og:

GREINAR

Lífið er alltaf grófast - viðtal við Kristínu Eiríksdóttur
Nokkur orð um ljótleika - ritstjórapistill KPÓ
Stutt spjall um fagurfræðilega möguleika ljótleikans eftir Kristínu
Ómarsdóttur
Fagurfræði er jójó eftir Óttar Martin Norðfjörð
Kúkur og piss eftir Ásmund Ásmundsson

LJÓÐ

Úr Heimaslátrun eftir Davíð Stefánsson
Myndir eftir Arngrím Vídalín
Úr Hnefa eftir Eirík Örn Norðdahl
Ég eða mjólkurfernuljóðið mitt eftir Hauk Má Helgason
Ófagur fagurgali eftir Emil Hjörvar Petersen
Úr Nemanda svefnsins eftir Hörð Gunnarsson

LJÓÐAÞÝÐINGAR

Of margar Byrds-plötur eftir Tim Wells
Ben Sherman eftir Tim Wells
Í tilefni lesturs Ljóðsins eftir Auden og Andsvars Randall Jarrell, sem
lenti fyrir bíl 14. október, 1965 eftir Teemu Manninen
Að verða töframaður; eða, óður til Aleister Crowley, fjallamanns frá
Bretlandseyjum eftir Teemu Manninen
Endurfundir skólafélaga eftir Kathleen Jamie

RITDÓMAR

Um þýðingar á upphafi Mauvais Sang eftir Arthur Rimbaud
Um Síðustu ljóðabók Sjóns
Um My Life eftir Lyn Hejinian
Um Blátt áfram rautt eftir Lárus Ásgeirsson
Um Nei eftir Ara Jósefsson
Um blert eftir Jordan Scott
Um Gangandi vegfaranda eftir Halldóru Kristínu Thoroddsen

MÁLVERK

En fin d’après-midi eftir Jean Rustin

Allt þetta og meira til á
www.tregawott.net

föstudagur, apríl 03, 2009

Coup d'état Nýhil - NÝ STJÓRN


Hér hefur verið gerð mikil hallarbyltíng, sú mesta sem orðið hefur í sögu Nýhils, og eins og allar stór-hallarbyltíngar hefur hún gerst þegjandi, án þess að nokkur tæki eftir því. Verið viðbúin að veita henni viðtökur þegar hún kemur, jafnvel með vopni í hendi. Ekkert gat bjargað Nýhil nema byltíng undan oki '78 kynslóðarinnar.

Hér er ekkert spaug á ferðinni. Enginn vafi er á því að hér er byltingarástand. Og útkoman tvísýn. Semsé, eins og áður segir í tilkynningunni: Sittúasjónin er revúlúsjóner, það sér hver heilvita maður. Við höfum trú á hinum endurleysandi anda byltíngarinnar á sviðum lista einsog annarstaðar. Hún ræðst inn með fögnuði og innblæstri. Burt með gömlu miðstjórnina!

f.h. nýrrar stjórnar
Halldór Laxness

mánudagur, mars 30, 2009

Snillingurinn gegn skálmöld - HANNES SPECIAL EDITION KOMIN Í BÚÐIR
Undanfarnar vikur hefur Óttar á harðskeyttan og skipulagðan hátt staðið að miklu meistaraverki um snillinginn Hannes Hólmstein sem á sér engin fordæmi í lýðveldissögunni. Verkið er komið í bókabúðir núna, handa saklausu fólki, ofsóttum embættismönnum og börnum sem hafa verið lögð í framlínu ofbeldis gegn lögreglumönnum og svo mætti áfram telja. Hin fallega triólógia um snillinginn fæst nú í fallegri öskju, og stendur vörð um hið nýja, gamla, rétta og fallega. Lengi lifi Hannes, lengi lifi Óttar, hið íslenska lýðveldi og fjallkonan með sín uppstríluðu leggöng.


Áfram Nýhil!
sem eitt stendur vörð um alvöru íslenskar bókmenntir!

föstudagur, mars 27, 2009

Umskurn dregur úr tíðni herpesPro-sex hreyfingin Nýhil stendur fyrir opnum míkrófóni í Gallerí Kling og bang FÖSTUDAGINN 27. MARS KLUKKAN 20:00 í samstarfi við aðstandendur sýningarinnar Til eru hræ.

Allir eru hvattir til, að drepa á bílunum og stoppa lengur en eina mínútu til að leggja okkur lið við hvers konar textaflutning. Langar þig að halda ræðu, flytja erindi, leiklesa, stofna til umræðu eða þegja? Lemja trommusett eða flytja ljóðgjörning? Möguleikarnir aldrei betri - fyrir ykkur svo og A-landsliðs kvenna í knattspyrnu (þær sérstaklega boðnar velkomnar).

Open-mic-Ljóðakvöld! Og munið Nýhil is queer. This show contains graphic sex scenes, nudity and strong language from the outset. If you are offended by swearing & profanity then We would advice you to remain in the hotel and to NOT buy your winter jackets in India.

þriðjudagur, mars 10, 2009

Heyr, heyr! Viðhafnarútgáfa ævisögu Hannesar Hólmsteins væntanleg!

Á afmæli helsta merkisbera nýfrjálshyggjunnar, Hannes Hólmsteins Gissurarsonar næstkomandi föstudag, mun sérlega glæsileg viðhafnarútgáfa af ævisögu hans líta dagsins ljós. Er það ævisagnaskrásetjaraskrifarahöfundurinn Óttar Marteinn Norðfjörð sem hefur veg og vanda að útgáfunni.

Eins og alþjóð veit hefur Óttar tekið upp á sitt einsdæmi að gera lífi og myndum Hannesar skil í veglegum bókakosti, heilum þremur bindum sem hafa komið út árlega síðan 2006. Vegna fjölda fyrirspurna eru ævisagnaheftin þrjú nú útgefin saman í sérstökum bókakassa, ásamt ýmsu aukaefni. Ber þar helst að nefna örljóðabókina Hannes og Ég, Kapítalistaávarpið, viðtal við Hannes um íslenska efnahagsundrið, Opið bréf til varnar æskuvini Hannesar, Davíði Oddssyni. Auk þess fylgir vel unnið myndasafn bókinni sem rekur ævi Hannesar í myndum. Aðeins verða gerð 50 eintök af þessum glæsigrip, árituð og gullmerkt, og sem fyrr rennur allir ágóði til Mæðrastigsnefndar.

Búist er við að fyrsta eintak þessa þrekvirkis verði afhent Hannesi Hólmsteini við konunglega athöfn á Bessastöðum, föstudaginn 19. febrúar kl. 17:00. Þar mun útrásarforsetinn Ólafur Ragnar Gíslason færa Hannesi eintakið, sem og veita Óttari sérlega fálkaorðu fyrir vel unnin störf. Þar með kemst Óttar á stall meðal silfurstrákanna okkar. Má því með sanni segja að Óttar Marteinn sé orðinn að silfurstrák íslenskrar bókmennta. Við óskum honum til hamingju með það.

Auk Óttars og Ólafs fara með erindi Davíður Oddsson, Vigdís Finnbogadóttur og Halldór Laxness mun slá botn í kvöldið með pistli um íslensku sauðkindina. Hrogn verða á boðstólnum. Um tónlist sér Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Allir velkomnir.

Með bestu kveðju,
Nýhil

Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valdsÞann 4. mars síðastliðinn voru menningarverðlaun DV veitt í þrítugasta sinn. Athöfnin fór fram í Gyllta salnum í Hótel Borg. Skáldsaga Steinars Braga, Konur sem Nýhil gaf út í desember var tilnefnd til verðlaunanna.

Verðlaunin, sem voru veitt í átta flokkum - bókmenntum, byggingarlist, fræðum, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist -, voru samkvæmt vefnum DV.is veitt fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir tilnefningunni sagði þetta: “Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valds gegn konum eða hverjum þeim sem er í þeirri aðstöðu að vera undir hæl þeirra sem hafa takmarkalaust vald yfir öðrum í krafti fjármagns og þekkingar; samtímasaga sem ýtir við lesendum og vekur þá til umhugsunar. Stíll og frásagnartækni njóta sín til fulls í óvenjulegri skáldsögu eftir einn af áhugaverðustu höfundum Íslendinga nú um stundir.”

Skáldsagan hlaut ekki verðlaun að þessu sinni en Nýhil óskar Steinari Braga innilega til hamingju með tilnefninguna.

Konur seldist upp hjá Nýhil fyrir jól og tók Forlagið í kjölfarið við útgáfunni. Hana má nú finna í kilju-útgáfu í öllum helstu bókaverslunum. Nýhil hvetur fólk eindregið til þess að næla sér í eintak af þessu magnaða verki.

föstudagur, febrúar 20, 2009

Götuljóðapartí


Í tilefni af 48 ára afmæli þjóðnýtingar í Kúbu býður Nýhil upp á alþýðulegt og fjölskylduvænt andrúmsloft á Lækjartorgi 21. febrúar klukkan 22:00

Fjölmörg skáld og skemmtiatriði.


NÝHIL!

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

manífestó - nýhil þegir!

Of lengi hafa listamenn neitað að nýta þögnina á skapandi hátt.

Við lifum í samfélagi þar sem þögninni er í vaxandi mæli ógnað

Hávaði er að breyta umhverfinu!

Orð eru eins og verstu þungavinnuvélar, diskótek opið allan sólarhringinn, vændishús á götuhorni með hljóðkerfi sem magnar stunurnar.

Orð eru pyntingar með merkingar og meiningar. Sársauki sem hugurinn þarf að túlka stanslaust.

Maðurinn getur einungis skapað í þögn. Maðurinn getur einungis hugsað án áreitis. Ljóð sem hávaði sinna hvorugum þörfum.

Hávaði hefur ekki listrænt gildi heldur er notaður af hinu kapítalíska hagkerfi til að merkja sér svæði. Borgir hafa sín sérstöku umhverfishljóð. Barir hækka hljóðin í botn til að fólk finni þörf hjá sér til að kaupa meira áfengi.

Nýhil neitar að vera með læti til að vera með læti, hávaði er andfélagslegur, rokkið sundrar, þögnin sameinar.

Tónlistin náði fullkomnun sinni í verkinu 4'33 eftir John Cage.

Ljóðið nær fullkomnun sinni í tómri stílabók.

Leikhús er gervilegt, en í þögninni myndast oftast dramatískustu augnablikin og það er þá sem við uppgötum galdur leikhússins - ekki í öskrum og látum ofleikaranna.

Þögnin kemst næst guðdóminum rétt eins og fullnægingin. Enginn getur kannað fullnægingu. Enginn getur mælt guðdóminn. Enginn getur rannsakað þögnina.

nýhil er hætt að öskra

nýhil þegir af listrænum metnaði

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Stefnuyfirlýsing (gjörðir ekki orð)

MANÍFESTÓ - SAMEINUM FRAMÚRSTEFNUSKÁLD AF MILLISTÉTT


Christian Bök, Valur B. Antonsson og Eiríkur Örn á ljóðahátíð Nýhils um árið

Við krefjum sameiningu framúrstefnuskálda

Við krefjumst sameiningu millistéttarinnar í skáldaheiminum

Við krefjumst styrkja til að brauðfæða skáldin okkar

Einungis skáld sem hægt er að skilgreina sem framúrstefnuskáld af millistétt mega vera hluti af hópnum

Einungis skáld innan hópsins mega hafa áhrif á ákvörðunartöku innan hans.

Við krefjumst þess að skáld sem misnotuðu Nýhil til eigin framdráttar og hafa yfirgefið hópinn, eins og til dæmis Ármann Jakobsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Steinar Bragi og Þorsteinn Guðmundsson borgi Nýhil tíund.

Það er skylda hvers skálds að skrifa ljóð og stafla bókum á lager Nýhils fyrir Nýhil!

Ríkið verður að endurbyggja menntunarkerfið. Það er fáránlegt að bækur Nýhils séu ekki allar kenndar á öllum skólastigum.

Nýhil er miðstýrt. Leiðtogar Nýhils verða að lofa því að vera tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir Nýhil.


AF LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS: Kristín Svava Tómasdóttir les ljóð með aðstoð gjallarhorns Nýhils. Jón Örn Loðmfjörð hlustar.

Lögmál Nýhiljar

Fyrsta boðorð: Félagið heitir Nýhil.

Annað boðorð
: Félagið er stofnað til þess að leggja stund á skáldskap. Skulu félagsmenn yrkja svo mörg kvæði og góð, sem þeim er frekast unnt.

Þriðja boðorð
: Í stjórn félagsins eru allir meðlimir.

Fjórða boðorð
: Félagið heldur fund einu sinni í viku eða því sem næst. Á fundum lesa menn upp kvæði sín, og er hver þeirra skyldur að koma með eitthvað nýtt á hvern fund. Geti einhver félagsmaður ekki mætt á fund, er hann skyldur að senda skriflega afsökun ásamt kvæði eða stöku. Ennfremur skal farið í skóginn, þegar hann er fagur og ástæður leyfa.

Fimmta boðorð
: Á fundum félagsins skal jafnan drukkið kaffi. Ennfremur skulu er ástæður leyfa kneyfð vín svá sem: Viðeyjarvín, Portborgarvín eður Rínarvín. Þá drekka bindindismenn Vormjöð eða því um líkt. Sterkir drykkir eru ekki leyfðir nema Konjakk. Af fagurfræðilegum ástæðum er bjórdrykkja eigi leyfð á fundum.

Sjötta boðorð
: Félagið skal eignast samnefnt vínblöndunarker.

Sjöunda boðorð
: Félagið skal eiga tvær gerðarbækur, skal hin meiri heita Ruslakista. Skulu í hana skráð kvæði, er meiri hluti félagsmanna ákveður. Hin minni skal heita Gullkistill, skulu í hana letruð kvæði þau, er félagsmenn telja einróma til þess fallin.

Áttunda boðorð
: Til þess að fá inngöngu í félagið þarf samþykki allra félagsmanna. Ennfremur skal umsækjandinn botna vísu, er félagsmenn fá honum, svo sæmilegt sé að þeirra dómi.

Níunda boðorð
: Nýkjörnir félagsmenn eru skyldir á fyrsta fundi, er þeir sitja, að veita félagsmönnum, þó ekki meira en nemur 1/2 krónu á nef hvert.

Tíunda boðorð
: Allir félagsmenn skulu hafa dulnefni.

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

MANÍFESTÓ

Nýhil er klíkumyndun, peppbandalag, félagsskapur

List mín okkar er ekki pólitískt áróðurstæki.

List okkar stendur ekki kyr. List mín seur ekki kyrListmíendur ekkikyrList mín stendukki kyrListmín stendur ekki kyrList mín stendur irList mín stenduk kyrLis mín stendur ekki kyrist mín stendkki kyris msten ekkyrLi n stendur ekki kyrList stendur ekki kyrListín steur ekyrList míendur ekkLisín sendur ekki kyrrrrrList okkar stendur ekki kyr.

List okkar er ekki fáorð, heldur margorð.
Margorð í blogginu.
Margorð en tekur engu að síður fyrir kjarnann.
Margorð um grundvallarsjónarmið.
Margorð og kurteislega orðuð.

Við viljum fá að vera með í glötuðu partíi.

“hleypið okkur inn – verið ekki svona leiðinlegir – við viljum vera með!”

Ekki nota orðin til að lofa með. Notið þau til að hugsa með.

Hérna er lag sem allir geta sungið með:

بيان السياسة بل تصبح هي كلمة امرأة فريدة مع المادة. وقال بيان السياسة هو nýhil. nýhil هو كلمة امرأة فريدة مع المادة. nýhil هو بيان السياسة. تعتزم الادارة nýhilisti المصلين ولا أي شيء قد انتهى من محتواها, وتحمل لسعيد بفكرة المصلين وهو غائب نفرح له Spin naughts من حيث عجلات إحدى العربات او جواريف على مروحية nýhilisti أغلب سرور أن المركز هو أن.Ljóð okkar eru ekki getnaður heldur furðulegur kynsjúkdómur.

Nýhil er fyrst og fremst fyrir upphrópanir og framúrstefnu. Við erum öðruvísi en annað fólk.

VIð ítrekum samt beðni um að fá að vera með í partíinu. Við erum skemmtilegir.


Stefnuyfirlýsing Nýhils í ljósi stjórnarbyltingar


Stefnuyfirlýsingin er og verður kvenkyns orð í eintölu með ákveðnum greini. Stefnuyfirlýsingin er Nýhil. Nýhil er kvenkyns orð í eintölu með ákveðnum greini. Nýhil er stefnuyfirlýsingin.

Nýhilistar ætla söfnuðinum enga stjórn, ekkert yfir og ekkert undir, heldur fagna hugmyndinni um söfnuðinn sem fjarverandi miðju, fagna því að hringsnúast um ekkert, eins og hjól á vagni eða spaðar á þyrlu, Nýhilistar eru fegnastir því að miðjan er gat.

Nýhil er klúbbur sem stofnaður hefur verið í Berlín og hægt er að ganga í án allra skuldbindinga. Nýhil er ekki yfirskin fyrir framapot nokkurra bókmenntamanna (eins og fjandmenn okkar vilja telja ykkur trú um).

Við höfum afráðið að sameina margvíslega starfsemi okkar undir heitinu Nýhil. Við fundum Nýhil, við erum Nýhil og við höfum Nýhil. Nýhil fannst í orðabók, það merkir ekki neitt.

Nýhil er aðal og innan Nýhil er Eiríkur aðal. Og hann er líka besti vinur aðal.

Kári Páll er meðal þeirra sem lesa. Kári er af fátæku fólki kominn.

Alvörugefnir, alvörugefnir, alvörugefnir fram í rauðan dauðann!

Hildur Lilliendahl er klækjakvendið sem giftist Paul til þess að hafa alla peningana af honum.

Valur Brynjar skilur meginmuninn á hugtökunum verund og engu.

Styrkur okkar á rætur að rekja til menningar okkar og baráttu okkar við náttúruöflin.

Kristín Svava er fær um að leysa úr læðingi óvænta orku í tungumálinu

Anna Björk er gift Tómasi A. Holton kennara og eiga þau tvö börn. Kærastinn hennar heitir Elí Már.

Marta Guðrún er algjört yndi, óhrædd við að segja skoðanir sínar, skemmtileg, fyndin og ótrúlega krúttleg.

Nýhil er afleiðing þess að troða fjörutíu sardínudósum í eina.

Steinar Bragi er 26 ára, og hefur áður gefið út ljóðabækurnar Svarthol, og Augnkúluvökvi, auk skáldsögunnar Turninn. Steinar minnir á bítskáldin.

Jón Bjarki er fínn strákur en dálítið öfgakenndur í skoðunum og vildi bara fá að vaða áfram með allt sem hann heyrði utan að sér hvort sem það var staðfest eða ekki. Hann er ungur og á vonandi eftir að læra.

Miðráð Nýhils beitir sér fyrir tafarlausum reglusetningum um öll kynferðisleg sambönd í samræmi við hin alþjóðlegu Nýhilísku viðhorf, með stofnun Nýhilískrar kynferðismiðstöðvar.

Haukur Már er 22 ára ungur maður, uppalinn í Hafnarfirði. Hann á afmæli 4. júlí og verður því 23 ára á þessu ári.

Óttar Martin talar tékknesku og honum þykir skemmtilegast að baka pizzur á Eldsmiðjunni.

Ingólfur er fílabeinsturnamarmarastyttulagðurvinstrifrík, þessi jól verða vændisjól.

Nýhil er ekki í andstöðu, eða öðrum stellingum, ýmist kenndum við móðurlíf eða hegra.

Þórdís er bara að verða hálf þrítug með engan kærasta, enga peninga og engan almennilegan starfsferil.

Gísli Hvanndal er tvítugur ólafsfirðingur en hann var valinn besti söngvari músíktilrauna árið 2000, þá aðeins 15 ára gamall.

imma er alltaf rifast. ég nenni ekki þessa imma rifast i siður min.

Nýhil er Kristín Eiríksdóttir. Kristín Eiríksdóttir er öðruvísi en ég. Kristín Eiríksdóttir er ugluauga í rafi og lifandi trjákvoða.

Vinsamlegast fjarlægið nafn mitt af þessari yfirlýsingu. Eða takið afleiðingunum. Mér er sama.

Offi er býsna brattur fýr / bestur er hann sefur. / Setur oft í góðan gír / glaður er sá refur.

Loðmfjörð er íslenskt millinafn.

Vinsamlegast fjarlægið nafn mitt.

Og hálfur Fransiskus hlær og hlær!

Díalektíkin er smellin maskína sem fær okkur, með ómerkilegum aðferðum, til að aðhyllast skoðanir sem við myndum ætíð hafa aðhyllst hvort eð væri. Öll síun af þessu tagi er sykurhúðuð ræpa.

Nýhil biðst afsökunar á því hversu illa hann hefur komið fram við innflytjendur - hunsaði þá í útgáfu sinni og leyfði allt of fáum að sinna ábyrgðarstöðum.

Nýhil heimstyrjöld og enginn endir, Nýhil bylting og ekkert upphaf. Hvernig öðlast maður himneska sælu? Með því að segja Nýhil. Hvernig verður maður frægur? Með því að segja Nýhil.

Nýhil sér enga ástæðu til að skammast sín fyrir líkamslykt sína, en drekkir henni þó í ilmvötnum og rakspírum og skrúbbar hana burt með sturtu og baðferðum, oft á dag. Við skulum ekki rugla saman almennu hreinlæti og skömm.

Gegn hinni fagurfræðilegu-siðfræðilegu íhugun! Gegn heimsbótakenningum bókmenntalegra þöngulhausa!

Nýhil er pínu spes, ekki fyrir alla allavega.

Nýhil er heiður og ánægja. Nýhil er sjálfseignarstofnun undir beinni stjórn ungra, starfandi rithöfunda. Nýhil er rithöfundaforlag og hefur þann tilgang að stuðla að vexti og viðgangi nýsköpunar í íslenskum bókmenntum.

Nýhil er eini sparisjóðurinn sem borgar vexti að eilífu. Nýhil tvöfaldar tekjur ykkar. Leggið fé ykkar í Nýhil! Nýhil er félag ungra ljóðskálda sem hefur vakið athygli með nýstárlegum ljóðaupplestrum.

Heilög jómfrú var Nýhilisti á sínum tíma.

Fjarlægið nafn mitt af þessari yfirlýsingu, annars hringi ég í lögfræðing.

Nýhil skolar burt hræjum Medúsu úr íslenskri menningu, hræjum fyndnu kynslóðarinnar og aflóga líkum atómskáldanna, gegnvotum af formalíni. Nýhil kryfur lík Nýhilista og fleygir innyflum þeirra blóðugum í sorpkvarnir. Fyrir okkar daga var orðsins list ekki til.

Nýhil kvartar til menntamálaráðherra, stöðugt, ítrekað: ENIGA MENIGA! VIÐ VILJUM MEIRI PENINGA!!!

Við lýsum yfir andstöðu gervalls algeimsins við þessa rotnu lekandasól sem komin er úr verksmiðjum heimspekilegrar hugsunar og harðvítugri baráttu með öllum tiltækum aðferðum hins Nýhilíska viðbjóðs.

Ekki verða skrifuð fleiri manifestó í nafni Nýhil. Þeir sem birta manifestó í nafni Nýhil verða sóttir til saka á grundvelli höfundarréttarlaga.

Fjarlægið nafn mitt.

Nýhil er búið.