mánudagur, desember 22, 2008

Með villidýrum - fjórar stjörnurMeð villidýrum eftir Kára Pál Óskarsson er vafalítið ein kröftugasta ljóðabók þessa árs. Hér er ekkert dregið undan, dýrunum er sleppt lausum, það er skálað við glundroðann, dansað við hungurguðinn og haturguðinn, hugsað um byssukúlur og þjáningar sem enginn deilir með öðrum, hugað að þessum endalausu aðförum að mennskunni sem samtíminn býður okkur upp á.

Og þetta gerir Kári Páll af smekkvísi hins grófa og beinskeytta sem hæfir »skrauthvarfalausum heimi«. Orðfæri er laust við tilgerð og upphafningu en höfundur veigrar sér samt ekki við að skreyta textann vísunum og myndmáli. Kári Páll hefur fundið rödd sem orkar sterkt á lesandann

Þröstur Helgason, Lesbók Morgunblaðsins

Engin ummæli: