fimmtudagur, desember 04, 2008

Nýhil á Næsta bar, fös 5.des kl.20

Nýhil hræðist ekki framtíðina heldur mætir dögunum reigt í baki og dansandi - undanhaldinu er lokið og nú verður sótt fram af fullum þunga, illmennum er hollast að gefast upp hið snarasta, Einar Már er búinn að umkringja Vatnaskóg, það heyrist pískrað í öllum hornum ("það er ég viss um þetta er ljóð").

Og upp rennur, rýkur og fýkur næstkomandi föstudagskvöld þar sem apynjur Nýhils troða senur á Næsta bar og kynna nýútkomnar bækur Nýhilista:

Með villidýrum - Kári Páll Óskarsson
Konur - Steinar Bragi
Loftnet klóra himinn - Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir
Þess á milli - Ingvar Högni Ragnarsson
Provence í endursýningu & Tvítólaveislan - Ófeigur Sigurðsson
Ú á fasismann - og fleiri ljóð - Eiríkur Örn Norðdahl

Í hópinn vantar Kristínu Eiríksdóttur, og hópurinn grætur og veinar sínar allra hugheilustu kveðjur vestur til Kanada - Montréal! Stína við elskum þig og komdu fljótt aftur!

(Kristín gaf út bókina Annars konar sæla - og hún kemur síðar til að lesa úr bókinni, fylgist með og óttist eigi!)

Viðgjörningur íslenskrar ljóðlistar og afturhaldsundanhaldið fer fram á Næsta bar klukkan 20, næstkomandi föstudagskvöld, 5. desember.

Lifi byltingin, ást og kossar,
ykkar að eilífu,
Nýhil

Engin ummæli: