fimmtudagur, desember 20, 2007

miðvikudagur, desember 19, 2007

Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður!


Ágæta þjóð.

Nýhil kynnir í auðmýkt sinni:

Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður! eftir Ingólf Gíslason.

Um er að ræða magnaða ljóðabók eftir hinn bitra en geðþekka stærðfræðing
sem er hvað þekktastur fyrir róttækar þýðingar sínar í hinni rammpólitísku bók, Handsprengju í morgunsárið, og grein sína Vængjaþytur stærðfræðinnar í Tímariti um raunvísindi og stærðfræði. Tekist á við stríð, pólitík, ástina, ekki síst holdlegar birtingarmyndir hennar, og brotalamir samtímamenningar.Trúin á framfarir svitnar og emjar í faðmlagi kaldhæðninnar í þessari bók sem kennir okkur lexíuna „einlægni er líka gríma.“

Leiðbeinandi söluverð er 2.000 krónur og bókin er til sölu í öllum helstu bókabúðum.

Frekari upplýsingar um bókina er hægt að fá hjá Ingólfi á ingog@internet.is eða í síma 698-0422

mánudagur, desember 17, 2007

Ókeypis bók og Súfistakvöld

Kæru vinir,
Nýhil kemur seint til byggða líkt og illa uppalinn ellegar timbraður jólasveinn. En þegar Nýhil lætur á sér kræla, þá getur jólakötturinn pakkað saman.

Besta leiðin til að gleðja ættingja, vini og elskendur þessi jólin er nefnilega að færa þeim eina af bókum Nýhils að gjöf.

Til þess að gera kaupin á Nýhils-bókinni sem auðveldust og ánægjulegust hefur félagsskapurinn ákveðið að ánafna ókeypis eintaki af hinu merka ljóðasafni ÁST ÆÐA VARPS með hverri Nýhils-bók sem keypt er í einhverjum eftirtalinna verslana nú fyrir jólin:

* Eymundsson, Smáralind * Eymundsson, Kringlunni * Eymundsson, Austurstræti * Bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi * Bókaverslun Iðu, Lækjargötu * Bóksölu Stúdenta, Háskólatorgi

Til heiðurs jólunum efnir Nýhil einnig til upplestrarkvöld í samstarfi við Súfistann, kaffihúsið á upphæðum Bókaverslunar Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan 20:00 þriðjudagskvöldið 18. desember. Þar troða upp:
- Ingólfur Gíslason
- Gísli Hvanndal
- Hildur Lilliendahl
- Una Björk Sigurðardóttir
- Hljómsvetin Palindrome

Með hátíðarkveðjum og í -skapi,
ykkar,
Nýhil