miðvikudagur, desember 19, 2007

Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður!


Ágæta þjóð.

Nýhil kynnir í auðmýkt sinni:

Sekúndu nær dauðanum - vá tíminn líður! eftir Ingólf Gíslason.

Um er að ræða magnaða ljóðabók eftir hinn bitra en geðþekka stærðfræðing
sem er hvað þekktastur fyrir róttækar þýðingar sínar í hinni rammpólitísku bók, Handsprengju í morgunsárið, og grein sína Vængjaþytur stærðfræðinnar í Tímariti um raunvísindi og stærðfræði. Tekist á við stríð, pólitík, ástina, ekki síst holdlegar birtingarmyndir hennar, og brotalamir samtímamenningar.Trúin á framfarir svitnar og emjar í faðmlagi kaldhæðninnar í þessari bók sem kennir okkur lexíuna „einlægni er líka gríma.“

Leiðbeinandi söluverð er 2.000 krónur og bókin er til sölu í öllum helstu bókabúðum.

Frekari upplýsingar um bókina er hægt að fá hjá Ingólfi á ingog@internet.is eða í síma 698-0422

Engin ummæli: