mánudagur, desember 17, 2007

Ókeypis bók og Súfistakvöld

Kæru vinir,
Nýhil kemur seint til byggða líkt og illa uppalinn ellegar timbraður jólasveinn. En þegar Nýhil lætur á sér kræla, þá getur jólakötturinn pakkað saman.

Besta leiðin til að gleðja ættingja, vini og elskendur þessi jólin er nefnilega að færa þeim eina af bókum Nýhils að gjöf.

Til þess að gera kaupin á Nýhils-bókinni sem auðveldust og ánægjulegust hefur félagsskapurinn ákveðið að ánafna ókeypis eintaki af hinu merka ljóðasafni ÁST ÆÐA VARPS með hverri Nýhils-bók sem keypt er í einhverjum eftirtalinna verslana nú fyrir jólin:

* Eymundsson, Smáralind * Eymundsson, Kringlunni * Eymundsson, Austurstræti * Bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi * Bókaverslun Iðu, Lækjargötu * Bóksölu Stúdenta, Háskólatorgi

Til heiðurs jólunum efnir Nýhil einnig til upplestrarkvöld í samstarfi við Súfistann, kaffihúsið á upphæðum Bókaverslunar Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan 20:00 þriðjudagskvöldið 18. desember. Þar troða upp:
- Ingólfur Gíslason
- Gísli Hvanndal
- Hildur Lilliendahl
- Una Björk Sigurðardóttir
- Hljómsvetin Palindrome

Með hátíðarkveðjum og í -skapi,
ykkar,
Nýhil

Engin ummæli: