föstudagur, september 08, 2006

Um Nýhilkvöldið í Þjóðleikhúskjallaranum

http://10000tw.blogspot.com/2006/09/ljapart-nhils-g-var-alltof-fullur.html

fimmtudagur, september 07, 2006

Spjallað við Þórdísi í Víðsjá


Í tilefni af útkomu bókarinnar Vera & Linus eftir Jesse Ball og Þórdísi Björnsdóttur tók Víðsjá viðtal við þá síðarnefndu. Þar segir Þórdís frá tilurð bókarinnar í léttu spjalli við hinn geðþekka Hauk Ingvarsson, auk þess sem hún les upp úr verkinu. Viðtalið má hlusta á hér. Nýhil minnir á að Þórdís og Jesse lesa upp úr Veru & Linus í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudagskvöldið 7. september.

laugardagur, september 02, 2006

Sumarútgáfu Nýhils fagnað


Í sumar hafa sjö nýir titlar frá Nýhil litið dagsins ljós. Um er að ræða prósaverk á ensku, Vera & Linus, eftir Jesse Ball og Þórdísi Björnsdóttur, ljóðabókina Barkakýli úr tré eftir Þorstein Guðmundsson, og seinni bækurnar fimm í bókaflokkinum ‘Norrænar bókmenntir’, en þær eru Roði (e. Ófeig Sigurðsson), Húðlit auðnin (e. Kristínu Eiríksdóttur), Og svo kom nóttin (e. Þórdísi Björnsdóttur), Eðalog (e. Val Brynjar Antonsson) og Litli kall strikes again (e. Steinar Braga).

Nýhil hyggst minna rækilega á kraftmikla útgáfu sumarsins með upplestrarkvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudagskvöldið 7. september næstkomandi. Skáldin munu lesa úr nýútkomnum verkum auk þess sem frekari útgáfa haustsins verður kynnt. Söngkonan blíða Lay Low léttir lund á milli atriða og auðvelt verður að nálgast hressingar á barnum. Húsið opnar klukkan 20:00 en dagskrá hefst um 20:30.

Nánari upplýsingar: Viðar Þorsteinsson útgáfustjóri Nýhils, vidart@hi.is, s. 695 4280 og Þór Steinarsson, steinarsson@gmail.com, s. 692 0979