fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Kynningarsíða Fönixins!


Búið er að opna kynningarsíðu fyrir nýja ljóðabók Eiríks Arnar Norðdahl, Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum, á slóðinni fonix.spekingar.com. Á síðunni má skoða myndljóð úr bókinni, endurútsett fyrir vef, hlusta á upplestra skáldsins á ljóðum úr einræðisherraseríunni og lesa valin ljóð úr hinum ýmsu hlutum bókarinnar, auk þess sem annað kynningarefni verður á boðstólum.