fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hannes uppseld


Fyrsta upplag ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes -Nóttin er blá, mamma, er uppselt hjá útgefenda, en áhugi almennings ábókinni hefur farið fram úr björtustu vonum. Enn eru til einhver eintök í nokkrum bókabúðum, en fjölmargar búðir bíða nú eftir eintökum af bókinni.

Þess má geta í framhaldi að bókin er komin í fyrsta sæti yfir mest seldu ævisögur, handbækur og fræðibækur í Pennanum-Eymundsson og bókabúð Máls og menningar, og í annað sæti yfir mest seldu bækur íöllum flokkum, hársbreidd á eftir Konungsbók eftir Arnald Indriðason.

Von er á öðru upplagi bókarinnar á næstunni.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Hannes í fyrsta sæti!


Þær gleðifréttir hafa borist Nýhil að fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes - Nóttin er blá, mamma, er komið í fyrsta sæti metsölulistans í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar í flokknum handbækur/fræðibækur/ævisögur. Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.11.06 - 28.11.06.

Og það er ekkert lát á gleðifréttunum hjá Nýhil, því á listanum yfir mest seldu bækur í öllum flokkum er bókin komin í annað sæti! Í fyrsta sæti er Konungsbók eftir Arnald Indriðason, fjórðu vikuna í röð, en Hannes sækir fast að honum og tekst jafnvel að steypa henni af stóli í næstu viku ef fram fer sem horfir.

Það verður gaman að sjá hvernig bókinni reiðir af á metsölulistanum sem Morgunblaðið birtir á næstunni.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Eitur fyrir byrjendur fær þrjár og hálfa stjörnu í Kastljósi


Eitur
fyrir byrjendur
eftir Eirík Örn Norðdahl hlaut rífandi góðan dóm hjá
Jóni Yngva Jóhannssyni, gagnrýnanda Kastljóssins, fyrr í kvöld. Ýmsum af
virtustu höfundum þjóðarinnar var skotinn refur fyrir rass, því Eiríki voru
útdeildar þrjár og hálf stjarna af hinum mikilsvirta gagnrýnanda, sem er harla
gott. Sjáið undrið með eigin
augum
!

Hannes hafnar Hannesi



Samkvæmt áreiðanlegum heimildarmanni Nýhil sást til félaganna Gísla Marteins Baldurssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti fyrir örfáum dögum. Grínistinn Gísli Marteinn ákvað þá að bregða á leik og keypti því eintak af fyrsta bindi ævisögu Hannesar, Hannes - Nóttin er blá, mamma og hugðist gefa bláklædda hugmyndafræðingnum. Hannes neitaði hins vegar að þiggja gjöfina!

Þess ber þó að geta að ævisöguritari Hannesar, Óttar M. Norðfjörð, sendi Hannesi eintak af bókinni í síðustu viku, svo ef til vill þáði hann ekki gjöfina sökum þess að hann á nú þegar eintak.

Ekki er vitað um afdrif eintaksins sem Gísli Marteinn keypti handa lærimeistara sínum.

laugardagur, nóvember 25, 2006

Bókahönnun Nýhils prísuð af einvalaliði sérfræðinga



Fréttablaðið birtir í dag úttekt á gæðum bókahönnunar í jólabókaflóðinu. Óhætt er að segja að Nýhil komi vel út úr samanburðinum, þar eð Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl lendir í 2. sæti. Lofsamlegum orðum er farið um jólaútgáfu Nýhils í heild, m.a. með þessum orðum: „Nýhil-útgáfan skarar augljóslega fram úr samkeppnisaðilum í útgáfu hvað varðar hönnun bókarkápa í ár. Hver bókin frá Nýhil er annarri fegurri …“. Jafnramt segist einn álitsgjafi „alveg eins geta nefnt Svavar Pétur og 20. öldina“ og Eitur fyrir byrjendur.
Í hópi álitsgjafa Fráttablaðsins voru Bryndís Loftsdóttir hjá Pennanum-Eymundsson, Egill Helgason sjónvarpsmaður og Guðmundur Oddur Magnússon hönnunarprófessor.
Una Lorenzen á heiðurinn af hönnun bókanna tveggja sem nefndar voru auk Fenrisúlfs eftir Bjarna Klemenz. Allir þrír titlarnir voru prentaðir hjá prentsmiðjunni Odda en með þeim var einmitt ýtt úr vör samstarfi Nýhils og Odda um framsækna bókagerð, sem óhætt að segja að hefjist með stæl.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Birta mælir með Svavari Pétri


Fylgirit Fréttablaðsins um ástina og lífið, Birta, mælir í dag með skáldsögunni Svavar Pétur og 20. öldin eftir Hauk Má Helgason. Nýhil tekur hjartanlega undir þau meðmæli og bendir áhugasömum á að festa kaup á bókinni t.d. hér, en annars í nánast hvaða bókabúð sem er.

Hannes í 4. sæti!


Hannes heldur áfram að klifra upp metsölulistana. Á bóksölulista Morgunblaðsins, sem Félagsvísindastofnun tók saman 15-21 nóv. og birtist í dag, er ævisagan komin í 4. sæti í flokki ævisagna og endurminninga.

Bóksölulisti Morgunblaðsins er helsti metsölulisti bókajólanna og byggir á sölutölum frá bókabúðum út um allt land, sem og verslunum á borð við Hagkaup og Nettó. Árangur Hannesar er því einkar glæsilegur, enda fæst hún aðeins í tveimur búðum, Mál og menningu á Laugavegi og Pennanum-Eymundsson í Austurstræti. Eins og áður hefur komið fram kostar hún litlar 99 kr.

"Ég hef hlegið af mér rassgatið!"

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, ævisagnaritari og bókagagnrýnandi Víðsjár, er "mikilvirkur bloggari", eins og kallað er. Á síðu hennar, Dagbók Tótu Pönk, segir Þórunn m.a. frá því að hún hafi nýverið lokið við fyrsta bindi ævisögu Hannessar Hólmsteins: Hannes - Nóttin er blá, mamma, og fer um hana fjarska fallegum orðum. "Ég hef verið að lesa Ævisögu Hannesar Hólmsteins eftir Óttar M. Norðfjörð og ég hef hlegið af mér rassgatið! Svo er pilturinn svo góður að hann selur eintakið á 99 krónur og Mæðrastyrksnefnd fær allan ágóða. Þessi efnismikla og góða bók fer sko í alla jólapakka frá mér!"

Hannes - nóttin er blá, mamma er gefin út af Nýhil og fæst aðeins í Eymundsson á Austurstræti og Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Leiðbeinandi verð er 99 krónur, og líkt og kemur fram í orðum Þórunnar Hrefnu rennur allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Víðsjá og Ólafur Egill um Nýhils-bækur


Leikarinn knái Ólafur Egill Egilsson er einn af þeim sem hafa þegar lesið Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl. Á myndinni má sjá ummæli hans þar um, tekin úr Blaðinu 22. nóvember sl.
Í Víðsjá birtist á dögunum úttekt Þórunnar Hrefnu Baldvinsdóttur um Svavar Pétur og 20. öldina, og hefur hann nú verið birtur á vefsíðu RÚV. Skulu allir hvattir til að lesa hann hér.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Hannes strax í 9. sæti!


Landsmenn hafa augljóslega beðið spenntir eftir fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin kom í búðir seinnipart mánudags (20. nóv) og á metsölulistanum sem gerður er út frá sölu dagana 15.11-21.11. í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar rauk hún beint í 9. sætið yfir handbækur, fræðibækur og ævisögur! Það verður því mjög spennandi að sjá hvernig bókinni vegnar í næstu viku, en miðað við þessar fyrstu tölur má reikna með því að hún klifri allverulega upp listann.

Þess má geta að Hannes - Nóttin er blá, mamma fæst aðeins í bókabúð Mál og menningar á Laugavegi og Pennanum-Eymundsson í Austurstræti. Hún kostar litlar 99 kr. og allur ágóði hennar rennur til Mæðrastyrksnefndar.

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMN- OÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ


Nýhil kynnir:
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ eftir Óttar M. Norðfjörð.

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ er frumleg ljóðabók þar semreynt er til hins ítrasta á íslenska tungumálið. Öll orðin í bókinnieru í stafrófsröð, frá fyrsta orði í fyrsta ljóði til síðasta orðs ísíðasta ljóði, og í hverjum kafla er einungis stuðst við orð sembyrja á sama bókstaf. Niðurstaðan er stórskemmtileg ljóðabók semfjallar um allt á milli himins og jarðar, skrifuð á nýstárlegutungumáli sem minnir einna helst á tónlist.

Óttar M. Norðfjörð hefur áður gefið út ljóðabækurnar Grillveður í október, Sirkus, Gula bókin og Gleði og glötun hjá Nýhil og skáldsöguna Barnagælur hjá Mál og menningu. Fyrir örfáum dögum kom einnig út fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar – Hannes: Nóttin er blá, mamma.

Sýnishorn úr bókinni:

E.
Einusinnivar einvalalið einvaldsherra, einvörðungu Eista.Eitilharðir, eitthundrað eitthvað ekkjumenn. Ekklarnir eldgamlir,eldhressir eldhugar. Eldrauðir ellilífeyrisþegarnir elliæru elskuðuendasprettinn. Endaþarmarnir endingargóðir, endurlífganirnarendurteknar, engin ennþá erfðabreyttur. Erfiðasta ergelsið eróbikkið,ertingin espaði Evrópumennina.

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ e. Óttar Martin Norðfjörð 58bls. 1.500 kr ISBN 9979-9581-5-6Nánari upplýsingar hjá höfundi í síma 866 9276 netf. ottarmn@gmail.com

laugardagur, nóvember 18, 2006

Fenrisúlfur dæmdur í Lesbók: dauði, dulúð, eyðilegging, myrkur og kuldi


Ólafur Guðsteinn Kristjánsson ritar gagnrýni um Fenrisúlf Bjarna Klemenzar í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Dómurinn er frekar jákvæður og segir Ólafur Guðsteinn m.a. þetta: "Textinn er að mestu leyti vel úr garði gerður, agaður og tekst að skapa spennu sem heldur lesandanum við efnið allt til loka."
Fenrisúlf má kaupa hér.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Arnaldur Máni um Ljóðahátíð Nýhils


"Samkoma nýhilja, alþjóðleg nota bene, ljóðahátíð á stúdentakjallaranum" er umfjöllunarefni Arnaldar Mána í stórskemmtilegum pistli á Kistunni. Lesið pistilinn hér.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Eitur fyrir byrjendur: „grípandi og endalokin óvænt“


Í Morgunblaði dagsins ritar Þórdís Gísladóttir gagnrýni um eitt af jólaflaggskipum Nýhils, Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl. Hún segir m.a.: „Bókin er grípandi og endalokin óvænt og ekki endilega augljós. … Eitur fyrir byrjendur er ekki stór bók en hún fjallar um mikilvæga atburði. Sagan býður upp á áhugaverðar vangaveltur um sambönd og sektarkennd og áhrif fortíðar á nútíð. … Eitur fyrir byrjendur er athyglisverð skáldsaga.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að næla sér í eintak af Morgunblaðinu, en Eitur fyrir byrjendur má eignast með því að smella hér. Þess má jafnframt til gamans geta að Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins gerir meintar líkamsmeiðingar sama rithöfundar að umtalsefni í Blaðinu í dag, sem lesa má hér.

Oddi og Nýhil undirrita samning


Prentsmiðjan Oddi og Nýhil hafa gert með sér sögulegan þriggja ára samstarfssamning. Samningurinn snýst um að leita leiða í óhefðbundnum frágangi á prentverki og er samstafinu ýtt úr vör með prentun á þremur jólaskáldsögum Nýhils en þær eru Fenrisúlfur eftir Bjarna Klemens, Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl og Svavar Pétur og 20. öldin eftir Hauk Má Helgason. Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér, en Nýhil lýsir yfir almennum fögnuði og tilhlökkun vegna undirritunarinnar, auk þakklætis. Á myndinni má sjá Viðar Þorsteinssson útgáfustjóra Nýhils og Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóra Odda, en á milli sín hafa þeir bók sem er innbundin í skyrtu áþekka þeirri sem útgáfustjórinn klæðist, glæsilegt dæmi um framsækna bókagerð!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Svavar Pétur og 20. öldin jólabókin í ár?


Blaðið leitar álits fjögurra einstaklinga um 'jólabókina í ár' í Jólablaði sínu og er einn þeirra ljóðskáldið unga Arngrímur Vídalín. Hann er ekki seinn á sér að nefna til sögunnar eina af jólabókum Nýhils, og viðhefur þau orð: "Það er ekki hægt að standast annan eins söguþráð og birtist í skáldsögunni Svavari Pétri og 20. öldinni, eftir Hauk Má Helgason. Bankastarfsmaður sem fenginn er til að stilla líki Johns Lennon upp í skemmtigarði í Kópavoginum til að hylla 20. öldina, en ræður ekki við afleiðingarnar. Þetta er skemmtilega firrtur gjörningur og hvergi er spurt um siðferði, en eins og LoveStar sýndi fram á um árið veit maður aldrei hvenær skáldskapurinn getur orðið að veruleika."
Arngrímur er því á öndverðum meiði við Úlfhildi Dagsdóttur, gagnrýnanda Bókmenntavefjarins, sem sárnar að höfundur Svavars Pétur útskýri kenningar franska hugsuðarðins Baudrillards 'of vandlega'.
Kaupið Svavar Pétur og 20. öldina hér.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Dagskrá ljóðahátíðar

Í kvöld kl. 20 hefst glæsileg dagskrá ljóðahátíðar Nýhils í Stúdentakjallaranum, og heldur hún svo áfram fram á annað kvöld. Á morgun verður málþing í Norræna húsinu kl. 12 á hádegi, sem stendur til 15, og upplestur frá 16-18. Um kvöldið heldur gamanið svo áfram í Stúdentakjallaranum, og hefst sú dagskrá kl. 20. Hér að neðan er dagskrá fyrir viðburðina tvo í Norræna húsinu - og birtist hún með fyrirvara um breytingar.

Dagskrá/ Program

Föstudagur/ Friday

20.00 Þórdís Björnsdóttir
20.15 Ingólfur Gíslason
20.30 Jesse Ball
20.45 Leevi Lehto
21.05 Ófeigur Sigurðsson
21.20 Ingibjörg Magnadóttir
21.35 Gunnar Wærness
21.55 Homebreakers
22.15 Valur Brynjar Antonsson
22.35 Katie Degentesh
22.55 Kristín Eiríksdóttir
23.15 Birgitta Jónsdóttir
23.35 Kenneth Goldsmith
23.55 Berglind Ágústsdóttir
00.15 Matti Pentikäinen
00.35 Skakkamanage


Laugardagur/ Friday

20.00 Bjarni Klemenz
20.15 Stórsveit Áræðis
20.35 Jane Thompson
20.55 Haukur Már Helgason
21.10 Óttar Martin Norðfjörð
21.30 Derek Beaulieu
21.50 Donna Mess
22.10 Kristín Svava Tómasdóttir
22.25 Jörgen Gassilewski
22.45 Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
23.05 Anna Hallberg
23.25 Eiríkur Örn Norðdahl/ Halldór Arnar Úlfarsson
23.45 Kabarettinn Músifölsk
00.05 Christian Bök
00.25 Reykjavík!

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Dómar felldir


Dómar hafa verið felldir um skáldsögu Hauks Más Helgasonar, Svavar Pétur og 20. öldin. Ritdómari Kistunnar, Arnaldur Máni Finnsson, segist sjaldan hafa lesið jafn "heilbrigðar lýsingar á kostum peninga" en gefur skáldsögunni almennt plús í kladdann, óskar bæði höfundi og Nýhil til hamingju. Nýhil þakkar fyrir sig og roðnar upp að hársrótum! Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Samkvæmt Birni Þór Vilhjálmssyni á Morgunblaðinu "umfaðmar" Svavar Pétur og 20. öldin "svokallaðan póstmódernisma í bókmenntum og gerir sér ennfremur mat úr … kenningum og hugmyndum þessarar stefnu." Verkið spyrji "samtímann ákveðinna spurninga", en "einkum er ímyndasamfélagið yfirheyrt". Björn, sem er nokkuð tvíbentur og tvíeggjaður í dómi sínum, lætur nægja að gefa í skyn að þetta metnaðarfulla verkefni hafi heppnast, en gerir þess í stað athugasemdir við skemmtigildi verksins og líkir því við blogg. Dóminn má ekki lesa nema í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Jólabókaflóð Nýhils á Súfistanum


Hinir mikilúðlegu skáldsagnahöfundar Nýhils munu miðvikudagskvöldið 8. nóvember lesa upp í hjarta íslenskrar bókmenningar, í sjálfri Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Hér er að sjálfsögðu um að ræða þá herrans menn Bjarna Klemenz, sem kynnir Fenrisúlf, Eirík Örn Norðdahl, sem kynnir Eitur fyrir byrjendur, og Hauk Má Helgason, sem kynnir Svavar Pétur og 20. öldin. Á þeim fáu dögum sem liðið hafa frá útgáfu bókanna hafa þær vakið gríðarjákvæð viðbrögð íslenskra bóklesenda.

Fenrisúlfur Bjarna Klemenzar lofaður í bloggheimum


Bloggarinn Valþór skýtur atvinnu-gagnrýnendum ref fyrir rass og er fyrri til að veita Fenrisúlfi Bjarna Klemensar umsögn. Hann segist "stórhrifinn" af þessari jólaskáldsögu Nýhils -- en lesið alla álitsgjörðina hér. Allar jólaskáldsögur Nýhils eru nú fáanlegar í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Svavar Pétur í bloggheimum og á RÚV


Svavar Pétur á sinni 20. öld hefur tekið að sigla um úthöf nets og ljósvaka. Bloggarinn Björn Flóki sem skrifar á valinkunnurandandsmadur.blogspot.com segir skemmtilega frá viðkynningu sinni af Svavari Pétri, hér.
Guðni Tómasson, hinn aðsópsmikli þáttastjórnandi Víðsjár, spjallaði svo við Hauk Má, höfund Svavars Péturs og 20. aldarinnar, hér.

Viðar Þorsteinsson svarar Önnu Björk Einarsdóttur

Lesa má svar Viðars Þorsteinssonar við grein Önnu Björk Einarsdóttur þar sem drepið er á kaup Landsbankans á 130 ljóðabókum Nýhils, hér. Fylgist spennt með ritdeilunni!