fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Eitur fyrir byrjendur: „grípandi og endalokin óvænt“


Í Morgunblaði dagsins ritar Þórdís Gísladóttir gagnrýni um eitt af jólaflaggskipum Nýhils, Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl. Hún segir m.a.: „Bókin er grípandi og endalokin óvænt og ekki endilega augljós. … Eitur fyrir byrjendur er ekki stór bók en hún fjallar um mikilvæga atburði. Sagan býður upp á áhugaverðar vangaveltur um sambönd og sektarkennd og áhrif fortíðar á nútíð. … Eitur fyrir byrjendur er athyglisverð skáldsaga.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að næla sér í eintak af Morgunblaðinu, en Eitur fyrir byrjendur má eignast með því að smella hér. Þess má jafnframt til gamans geta að Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins gerir meintar líkamsmeiðingar sama rithöfundar að umtalsefni í Blaðinu í dag, sem lesa má hér.

Engin ummæli: