miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Geigvænlegir afslættir af bestu Nýhilstitlunum á bókamarkaðinum í Perlunni


Halló allir, takið nú eftir:

Byltingarkenndustu ljóða- og skáldsagnatitlar síðari ára frá Nýhil eru á bókamarkaðinum í Perlunni á allt að 70% afslætti!
Frí sýnisbók ungra íslenskra ljóðskálda, Ást æða varps, fylgir kaupum á öllum Nýhils-bókum á bókamarkaðinum í Perlunni!

Auk þess verður nýjasta ljóðabók Eiríks Norðdahl, ÞJÓNN, ÞAÐ ER FÖNIX Í ÖSKUBAKKANUM MÍNUM, á geypilegum afslætti, en þetta sagði Jón Yngvi Jóhannsson, en það er bókmenntafræðingurinn sem er oft í sjónvarpinu, um Eirík í dómi um bókina: „Snorri Sturluson 21. aldarinnar".

Mætið og gangið út klyfjuð af Nýhilsbókum!

Ingólfur Gíslason og Haukur Már Helgason tilnefndir til menningarverðlauna DV í dag


Nýhil er orða vant, en reynir þó að stumra út úr sér orðunum innan um táraflóðin: strákar, þið eigið þetta skilið!

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Ert þú ljóðrænn framkvæmdastjóri?

Nýhil leitar að
F R A M K V Æ M D A S T J Ó R A
í hlutastarf | frá 1. mars

Starfið er kjörið fyrir manneskju sem hefur áhuga á hræringum í
samtímaskáldskap og sjálfstæðri útgáfustarfsemi.

· Starfssvið: framkvæmdastjóri vinnur náið með stjórn félagsins að
sölustjórn & dreifingu, reikningshaldi og skipulagningu viðburða auk
tilfallandi verkefna
· Starfshlutfall: 20-25%
· Vinnutími: sveigjanlegur
· Laun: sanngjörn
· Bifreið: fæst útveguð til starfans
· Ráðningatími: 1 ár (sveigjanlegt)

Ferilsskrá og meðmæli óskast send á netfangið nyhil@nyhil.org ásamt texta
(má vera ljóð) þar sem löngun og/eða hæfni viðkomandi til
starfans er færð í orð.

Ljóðrænn framkvæmdastjóri óskast

Nýhil leitar að
F R A M K V Æ M D A S T J Ó R A
í hlutastarf | frá 1. mars

Starfið er kjörið fyrir manneskju sem hefur áhuga á hræringum í
samtímaskáldskap og sjálfstæðri útgáfustarfsemi.

· Starfssvið: framkvæmdastjóri vinnur náið með stjórn félagsins að
sölustjórn & dreifingu, reikningshaldi og skipulagningu viðburða auk
tilfallandi verkefna
· Starfshlutfall: 20-25%
· Vinnutími: sveigjanlegur
· Laun: sanngjörn
· Bifreið: fæst útveguð til starfans
· Ráðningatími: 1 ár (sveigjanlegt)

Ferilsskrá og meðmæli óskast send á netfangið nyhil@nyhil.org ásamt texta
(má vera ljóð) þar sem löngun og/eða hæfni viðkomandi til
starfans er færð í orð.


Reykjavík,
febrúar 2008

N Ý H I L