miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Geigvænlegir afslættir af bestu Nýhilstitlunum á bókamarkaðinum í Perlunni


Halló allir, takið nú eftir:

Byltingarkenndustu ljóða- og skáldsagnatitlar síðari ára frá Nýhil eru á bókamarkaðinum í Perlunni á allt að 70% afslætti!
Frí sýnisbók ungra íslenskra ljóðskálda, Ást æða varps, fylgir kaupum á öllum Nýhils-bókum á bókamarkaðinum í Perlunni!

Auk þess verður nýjasta ljóðabók Eiríks Norðdahl, ÞJÓNN, ÞAÐ ER FÖNIX Í ÖSKUBAKKANUM MÍNUM, á geypilegum afslætti, en þetta sagði Jón Yngvi Jóhannsson, en það er bókmenntafræðingurinn sem er oft í sjónvarpinu, um Eirík í dómi um bókina: „Snorri Sturluson 21. aldarinnar".

Mætið og gangið út klyfjuð af Nýhilsbókum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leyfist glöggum lesanda að benda á þá staðreynd, að 80% afsláttur er að lágmarki veittur af öllum Nýhil-titlunum á þessum ágæta bókamarkaði... og er þá ótalinn kaupaukinn góði.