þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Ert þú ljóðrænn framkvæmdastjóri?

Nýhil leitar að
F R A M K V Æ M D A S T J Ó R A
í hlutastarf | frá 1. mars

Starfið er kjörið fyrir manneskju sem hefur áhuga á hræringum í
samtímaskáldskap og sjálfstæðri útgáfustarfsemi.

· Starfssvið: framkvæmdastjóri vinnur náið með stjórn félagsins að
sölustjórn & dreifingu, reikningshaldi og skipulagningu viðburða auk
tilfallandi verkefna
· Starfshlutfall: 20-25%
· Vinnutími: sveigjanlegur
· Laun: sanngjörn
· Bifreið: fæst útveguð til starfans
· Ráðningatími: 1 ár (sveigjanlegt)

Ferilsskrá og meðmæli óskast send á netfangið nyhil@nyhil.org ásamt texta
(má vera ljóð) þar sem löngun og/eða hæfni viðkomandi til
starfans er færð í orð.

Engin ummæli: