mánudagur, janúar 26, 2009

Utanþingsstjórn Nýhils

Nýhil hefur sett saman utanþingsstjórn og óskar eftir umboði Forseta Íslands til að taka við stjórn landsins.

Sjávarútvegsráðherra: Magnús Þór Snæbjörnsson
Fjármálaráðherra: Haukur Már Helgason
Forsætisráðherra: Steinar Bragi
Samgönguráðherra: Hilma Gunnarsdóttir
Umhverfisráðherra: Viðar Þorsteinsson
Menntamálaráðherra: Ingólfur Gíslason
Utanríkisráðherra: Kristín Eiríksdóttir
Félagsmálaráðherra: Valur Brynjar Antonsson
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Kristín Svava Tómasdóttir
Iðnaðarráðherra: Anna Björk Einarsdóttir
Forseti Alþingis: Jón Örn Loðmfjörð
Landbúnaðarráðherra: Jón Bjarki Magnússon
Viðskiptaráðherra: Eiríkur Örn Norðdahl
Seðlabankastjóri: Óttar Martin Norðfjörð
Forstjóri Fjármálaeftirlits: Gísli Hvanndal

Reykjavík, 26. janúar 2009

laugardagur, janúar 24, 2009

Note from our CEO



Simply put, we have been providing Iceland with cool avant-garde poetry for many years. From the beginning our greatest positive feature has been the rapport we have with our customers and their devotion and loyalty to our books. We are grateful for this.

This special relationship, coupled with the excellence of our products, has seen the company rapidly expand in the last six months. We are experiencing enormous growth and have introduced our exceptional products to the rest of the world.

I find it extremely rewarding to lead such a talented team of people. They put their hearts and souls into our products. Their dedication means our customers receive only the best.

If I had to name just one thing to describe our books accurately, I would have to say, quality. In an ever changing world of poetry, and in a relentless world of competition, we have never abandoned or even compromised our main goal; to provide our customers with the very best in poetry.

Our strength comes from our culture and our lifelong struggle with nature. Fortunately, we have been able to transfer this into the design and making of our books and poems, enabling you to enjoy our great poetry.

The uniqueness of our poems have attracted and satisfied the needs of international movie stars as well as Icelandic seamen, farmers, police, fire and rescue workers, golfers and mountaineers; exceptional and regular people engaging in ordinary or unique activities.

It is as simple as that.

Anna Björk Einarsdóttir President & CEO of Nýhil Capital Inc.

föstudagur, janúar 23, 2009

Nýhil Capital

Nýhil er fjárfestingafélag.

Nýhil er ljóðelskur banki.

Nýhil mun leitast við að bæta ímynd sína á innlendum jafnt sem erlendum vettvangi.

Nýhil mun átsorsa tungumálaljóðagerðaleiki Eiríks Arnar Norðdahl til indverskra forritara.

Hagkvæmni er Guð.

Nýhil Capital fyrirlítur orð og gjörðir, fjárfestingar eru hreyfiafl sögunnar.

Markmið Nýhil er gróði og arður.

Nýhil stundar framsækna bókagerð í samstarfi við prentara í Víetnam.

Nýhil sér tækifæri í kreppunni.

Nýhil er sprotafyrirtæki.

Nýhil er í reisn.

Nýhil er gráðugur.

Nýhil er graður.

Nýhil vill meira.

Nýhil mun reyna fyrir sér í heilsutengdri ferðaþjónustu.

Nýhil kolefnisjafnar.

Nýhil leigir út skáld á landkynningarstefnur í Brussel jafnt sem annarstaðar.

Nýhil selur sig dýrt.

Nýhil leitar raunhæfra lausna.

Nýhil breytir þekkingu í verðmæti.

Nýhil veit hvað virkar.

Nýhil fer beint að kjarnanum.

Nýhil er óhræddur við áskoranir.

Nýhil leitar liðsheildar.

Nýhil hefur sagt Kristínu Svövu, Loðfjörð og Litla DV-manninum upp störfum og ráðið þau aftur sem hlaupastráka á verktakasamningum.

Kapítalismi er ekki bara nauðsynlegur hluti af litrófinu, hann er litrófið.

Kjölfestufjárfestar í Nýhil eru Auður Capital, Björk Capital og Andri Snær Magnason Capital.

Heimsyfirráð eða dauði.

Nýhil hefur keypt Nykur og lagt hana niður til hagræðingar.

Leirskáldum á ekki að vera vært.

Nýhil mun leita réttar síns gagnvart ólögmætum uppsögnum Hauks Más Helgasonar, Eiríks Arnar Norðdahl, Óttars Marteins Norðfjörð og Vals Brynjars Antonssonar.

Nýhil mun ekki líða það að meðlimir hans fari frá störfum með mikilvægar innherjaupplýsingar.

Nýhil hefur gert starfslokasamning við fráfarandi framkvæmdastjóra Nýhil, Viðar Þorsteinsson.

Nýhil óskar Viðari velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Nýhil hefur ráðið Atla Bollason í starf framkvæmdastjóra.

Þetta er síðasta manifestó Nýhil.

Ekki verða skrifuð fleiri manifestó í nafni Nýhil.

Þeir sem birta manifestó í nafni Nýhil verða sóttir til saka á grundvelli höfundarréttarlaga.

Nýhil er skrásett vörumerki.

Varnarþing Nýhil er á Cayman Island.

Þetta er fjandsamleg yfirtaka.

Ég er forstjóri Nýhil.

Skipurit verður birt síðar.


Anna Björk Einarsdóttir President & CEO of Nýhil Capital Inc.

fimmtudagur, janúar 15, 2009

AFTAKA.ORG um Nýhil

Í umfjöllun Aftöku um manífestó Nýhils segir meðal annars:

... Nýhil [tekur] fram að þó félagsskapurinn vinni að mestu leyti með orð, hafi gjörðir meira vægi en orð. Vissulega hafa gjörðir mikið vægi og það er frábært að fleiri séu að átta sig á því að baráttan gegn yfirvaldinu verður ekki unnin með skrifum og ræðuhöldum einum saman. En ekki gleyma því að orð eru líka gjörðir. Og til að baráttan beri tilætlaðan árangur þurfum við góðan kokteil af mismunandi formum gjörða. Og það verður spennandi að sjá hvaða frekari gjörðir hin anarkíska Nýhil hefur til baráttunnar að leggja.


Grein aftöku má lesa í heild sinni hér.


Minnum einnig á manífestó Aftöku sem má lesa hér.

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Höfundar „kommún­ista­ávarps 21. aldar“ á leið til landsins

Bandaríski blaðamaðurinn Michael Hardt og ítalski heimspekingurinn Antonio Negri, höfundar bókarinnar Empire sem kom út árið 2001, eru væntanlegir til landsins síðustu vikuna í maí, pólitíski kenningasmiðurinn Chantal Mouffe í byrjun júní og Peter Hallward, róttækur heimspekingur frá Bretlandi undir miðjan júní. Þau munu halda opna fyrirlestra ásamt lokuðum málstofum sem ætlaðar eru nemendum og kennurum í hugvísindum.

Nýhil stendur fyrir komu heimspekinganna til landsins, sem er liður í verkefninu Af marxisma. Verkefnið er stutt af Evrópu unga fólksins, ungmennaáætlun Evrópusambandsins.


Tekið af Nei!

föstudagur, janúar 09, 2009

Anarkíska forlagið Nýhil


Í árdaga forlagsins var það siður að skrifa reglulega ný manífestó. Hér er upphafið að nýju slíku, ritað á skömmum tíma.


Nýhil er og verður kvenkyns orð.

Nýhil er anarkískt höfundaforlag.

Nýhil er ekki samstilltur hópur og laus við að hafa fasta fulltrúa, því geta allir sem á einhvern hátt tengjast hópnum sagt og gert hvað sem er í nafni hópsins - svo framarlega að ekki sé brotið gegn almennri skynsemi.

Allir titlar innan hópsins eru bull, þeir sem hyggjast byggja ferilsskrá sína á störfum innan Nýhiljar nýta tímann sinn illa.

Nýhil biðst afsökunar á hversu illa hún hefur komið fram við konur - hunsaði þær í útgáfu sinni og leyfði allt of fáum að sinna ábyrgðarstöðum. Engin sönn og réttlát andstaða getur hunsað kynjabaráttuna (og stéttabaráttuna) og Nýhil fagnar því að vera jafnt í móðurlegum stellingum og í andstöðu.

Nýhil iðrast þess að hafa þegið styrk hjá Landsbankanum og lofar að gera slík mistök ekki aftur og aldrei byggja aftur á brunarústum markaðskerfisins heldur eyða af brennandi heift.

Í sannleika sagt hefur Nýhil aldrei byggt upp ákveðna ungskálda fagurfræði í andstöðu sinni við hið íhaldssama; það eru íhaldssamir fulltrúar bókmenntaheimsins sem í ákveðni sinni í að halda sérstöðu og einkaréttindum hafa skapað mismuninn. Þeir hafa skapað sérsvæði fyrir „ungskáld“ einungis til að halda ungskáldunum þar föstum.

Þó Nýhil vinni mest með útgáfu og vinnslu á orðum, er Nýhil ekki mjög hrifin af orðum - orð sundra en gjörðir sameina. Nýhil fagnar andófi í verki frekar en í orðum.

Allar yfirlýsingar eiga að segja lítið og meina meira.


Bryndís Björgvinsdóttir
Gísli Hvanndal
Haukur Már Helgason
Hildur Lilliendahl
Ingólfur Gíslason
Jón Bjarki Magnússon
Jón Örn Loðmfjörð
Kári Páll Óskarsson
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Svava Tómasdóttir
Viðar Þorsteinsson

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Herskáir Nýhilingar

Skáld mótmæla
... Langt er síðan rithöfundur hefur stigið fram með jafn afgerandi hætti í samfélagsumræðunni [og Einar Már Guðmundsson]. Yngri skáld hafa líka látið á sér bera í umræðunni. Haukur Már Helgason er meðal stofnenda netblaðsins Nei! þar sem andófi hefur verið haldið úti. Og Nýhilingar hafa reyndar látið á sér bera í hópi herskárra mótmælenda.


Þröstur Helgason, Lesbók Morgunblaðsins