þriðjudagur, janúar 13, 2009

Höfundar „kommún­ista­ávarps 21. aldar“ á leið til landsins

Bandaríski blaðamaðurinn Michael Hardt og ítalski heimspekingurinn Antonio Negri, höfundar bókarinnar Empire sem kom út árið 2001, eru væntanlegir til landsins síðustu vikuna í maí, pólitíski kenningasmiðurinn Chantal Mouffe í byrjun júní og Peter Hallward, róttækur heimspekingur frá Bretlandi undir miðjan júní. Þau munu halda opna fyrirlestra ásamt lokuðum málstofum sem ætlaðar eru nemendum og kennurum í hugvísindum.

Nýhil stendur fyrir komu heimspekinganna til landsins, sem er liður í verkefninu Af marxisma. Verkefnið er stutt af Evrópu unga fólksins, ungmennaáætlun Evrópusambandsins.


Tekið af Nei!

Engin ummæli: