fimmtudagur, janúar 15, 2009

AFTAKA.ORG um Nýhil

Í umfjöllun Aftöku um manífestó Nýhils segir meðal annars:

... Nýhil [tekur] fram að þó félagsskapurinn vinni að mestu leyti með orð, hafi gjörðir meira vægi en orð. Vissulega hafa gjörðir mikið vægi og það er frábært að fleiri séu að átta sig á því að baráttan gegn yfirvaldinu verður ekki unnin með skrifum og ræðuhöldum einum saman. En ekki gleyma því að orð eru líka gjörðir. Og til að baráttan beri tilætlaðan árangur þurfum við góðan kokteil af mismunandi formum gjörða. Og það verður spennandi að sjá hvaða frekari gjörðir hin anarkíska Nýhil hefur til baráttunnar að leggja.


Grein aftöku má lesa í heild sinni hér.


Minnum einnig á manífestó Aftöku sem má lesa hér.

Engin ummæli: