mánudagur, mars 30, 2009

Snillingurinn gegn skálmöld - HANNES SPECIAL EDITION KOMIN Í BÚÐIR
Undanfarnar vikur hefur Óttar á harðskeyttan og skipulagðan hátt staðið að miklu meistaraverki um snillinginn Hannes Hólmstein sem á sér engin fordæmi í lýðveldissögunni. Verkið er komið í bókabúðir núna, handa saklausu fólki, ofsóttum embættismönnum og börnum sem hafa verið lögð í framlínu ofbeldis gegn lögreglumönnum og svo mætti áfram telja. Hin fallega triólógia um snillinginn fæst nú í fallegri öskju, og stendur vörð um hið nýja, gamla, rétta og fallega. Lengi lifi Hannes, lengi lifi Óttar, hið íslenska lýðveldi og fjallkonan með sín uppstríluðu leggöng.


Áfram Nýhil!
sem eitt stendur vörð um alvöru íslenskar bókmenntir!

föstudagur, mars 27, 2009

Umskurn dregur úr tíðni herpesPro-sex hreyfingin Nýhil stendur fyrir opnum míkrófóni í Gallerí Kling og bang FÖSTUDAGINN 27. MARS KLUKKAN 20:00 í samstarfi við aðstandendur sýningarinnar Til eru hræ.

Allir eru hvattir til, að drepa á bílunum og stoppa lengur en eina mínútu til að leggja okkur lið við hvers konar textaflutning. Langar þig að halda ræðu, flytja erindi, leiklesa, stofna til umræðu eða þegja? Lemja trommusett eða flytja ljóðgjörning? Möguleikarnir aldrei betri - fyrir ykkur svo og A-landsliðs kvenna í knattspyrnu (þær sérstaklega boðnar velkomnar).

Open-mic-Ljóðakvöld! Og munið Nýhil is queer. This show contains graphic sex scenes, nudity and strong language from the outset. If you are offended by swearing & profanity then We would advice you to remain in the hotel and to NOT buy your winter jackets in India.

þriðjudagur, mars 10, 2009

Heyr, heyr! Viðhafnarútgáfa ævisögu Hannesar Hólmsteins væntanleg!

Á afmæli helsta merkisbera nýfrjálshyggjunnar, Hannes Hólmsteins Gissurarsonar næstkomandi föstudag, mun sérlega glæsileg viðhafnarútgáfa af ævisögu hans líta dagsins ljós. Er það ævisagnaskrásetjaraskrifarahöfundurinn Óttar Marteinn Norðfjörð sem hefur veg og vanda að útgáfunni.

Eins og alþjóð veit hefur Óttar tekið upp á sitt einsdæmi að gera lífi og myndum Hannesar skil í veglegum bókakosti, heilum þremur bindum sem hafa komið út árlega síðan 2006. Vegna fjölda fyrirspurna eru ævisagnaheftin þrjú nú útgefin saman í sérstökum bókakassa, ásamt ýmsu aukaefni. Ber þar helst að nefna örljóðabókina Hannes og Ég, Kapítalistaávarpið, viðtal við Hannes um íslenska efnahagsundrið, Opið bréf til varnar æskuvini Hannesar, Davíði Oddssyni. Auk þess fylgir vel unnið myndasafn bókinni sem rekur ævi Hannesar í myndum. Aðeins verða gerð 50 eintök af þessum glæsigrip, árituð og gullmerkt, og sem fyrr rennur allir ágóði til Mæðrastigsnefndar.

Búist er við að fyrsta eintak þessa þrekvirkis verði afhent Hannesi Hólmsteini við konunglega athöfn á Bessastöðum, föstudaginn 19. febrúar kl. 17:00. Þar mun útrásarforsetinn Ólafur Ragnar Gíslason færa Hannesi eintakið, sem og veita Óttari sérlega fálkaorðu fyrir vel unnin störf. Þar með kemst Óttar á stall meðal silfurstrákanna okkar. Má því með sanni segja að Óttar Marteinn sé orðinn að silfurstrák íslenskrar bókmennta. Við óskum honum til hamingju með það.

Auk Óttars og Ólafs fara með erindi Davíður Oddsson, Vigdís Finnbogadóttur og Halldór Laxness mun slá botn í kvöldið með pistli um íslensku sauðkindina. Hrogn verða á boðstólnum. Um tónlist sér Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Allir velkomnir.

Með bestu kveðju,
Nýhil

Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valdsÞann 4. mars síðastliðinn voru menningarverðlaun DV veitt í þrítugasta sinn. Athöfnin fór fram í Gyllta salnum í Hótel Borg. Skáldsaga Steinars Braga, Konur sem Nýhil gaf út í desember var tilnefnd til verðlaunanna.

Verðlaunin, sem voru veitt í átta flokkum - bókmenntum, byggingarlist, fræðum, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist -, voru samkvæmt vefnum DV.is veitt fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir tilnefningunni sagði þetta: “Óhugnanleg hrollvekja um mannfyrirlitningu og misbeitingu valds gegn konum eða hverjum þeim sem er í þeirri aðstöðu að vera undir hæl þeirra sem hafa takmarkalaust vald yfir öðrum í krafti fjármagns og þekkingar; samtímasaga sem ýtir við lesendum og vekur þá til umhugsunar. Stíll og frásagnartækni njóta sín til fulls í óvenjulegri skáldsögu eftir einn af áhugaverðustu höfundum Íslendinga nú um stundir.”

Skáldsagan hlaut ekki verðlaun að þessu sinni en Nýhil óskar Steinari Braga innilega til hamingju með tilnefninguna.

Konur seldist upp hjá Nýhil fyrir jól og tók Forlagið í kjölfarið við útgáfunni. Hana má nú finna í kilju-útgáfu í öllum helstu bókaverslunum. Nýhil hvetur fólk eindregið til þess að næla sér í eintak af þessu magnaða verki.