miðvikudagur, júlí 04, 2007

Eiríkur Örn Norðdahl ritar tímamótagrein í Nypoesi


Nýlega birtist á heimasíðu Nypoesi grein eftir Eirík Örn Norðdahl sem nefnist "The importance of destroying a language (of own's one) TAKE TWO". Nypoesi er frábært norrænt tímarít um framsækna ljóðagerð, en ritgerð Eiríks hefur þegar vakið athygli í alþjóðlegum listakreðsum, því stórbokkinn Charles Bernstein linkar í hana af bloggi sínu og segir: "Eiríkur Örn Norðdahl a young Icelandic poet has just published a terrific essay on new transnational poetry". Lesið hina terrifísku esseiju HÉR.