miðvikudagur, september 03, 2008

Tvítólaveizlan eftir Ófeig Sigurðsson


fílarnir með hægð sinni fljóta inn
höfnina mót gleði á bakkanum
hvar álftir vefja hálsum um kvenlæri
þær gráta af fögnuði við að líta hvílíka
dýrð sínum eigin augum er þeir smeygja
sér inn til að leggja við dekkin á kæjanum
bara að finna lyktina af skorpinni húðinni
brakandi á gúmmíinu & heyra í fílunum
stynja & pústa eftir sína löngu ferð
yfir hafið alla leið til okkar
Í Tvítólaveizlunni stefnir Ófeigur Sigurðsson saman forneskjulegri dulúð og lostafullum viðfangs-efnum svo úr verður blanda sem skilur lesandann eftir tilfinningalega steinrotaðan, spólgraðan en þó annarlega háleitan í hugsun. Tvítólaveizlan sýnir sterk tök höfundar á óvenjulegu ljóðformi og sleipu viðfangsefni, en um er að ræða fimmtu ljóðabók Ófeigs, sem einnig hefur gefið út skáldsöguna Áferð.

Kápa bókarinnar er skrýdd teikningu eftir Harald Jónsson, myndlistarmann.

Tvítólaveizlan er til sölu í öllum heiðvirðum bókaverslunum og er leiðbeinandi útsöluverð kr. 1.690. Bókin 70 síðna meðfærileg en eiguleg kilja, prentuð af Odda undir merkjum samstarfs prentsmiðj-unnar og Nýhils um framsækna bókagerð.


Beiðnir um kynningareintök óskast sendar á netfangið nyhil@hive.is

Ófeig má nálgast í gegnum síma 695 7296 og netfangið ofeigursigurdsson@gmail.com