sunnudagur, júlí 19, 2009

Útgáfuteiti: eldur í æðum - eru ekki allir í stuði? Kvennaslóðir! Comrades!

Útgáfu partý í Gallerí Crymogæu að Laugavegi 41a (fyrir aftan Vínberið) miðvikudagskvöldið 22. júlí.

Fimm fyrstu bækurnar í nýtilkominni smábókaseríu Nýhils koma út í júlí. Þær eru smáar en knáar, fara vel í vasa og eru á mjög hagstæðum kjörum fyrir kreppuþjáða bókaunnendur.


Ég hata alla! ...da ra ra raaa eftir Bryndísi BjörgvinsdótturSjálf kvíslast ég eftir Hildi LilliendahlÞað sem mér finnst helst að heiminum... eftir Ingólf Gíslason


Usli eftir dr. Usla


Sori: manifestó eftir Valerie Solanas í íslenskri þýðingu dr. Usla


Útgáfu bókanna verður fagnað með partíi í Gallerí Crymogæu að Laugavegi 41a (fyrir aftan Vínberið) miðvikudagskvöldið 22. júlí. Höfundar smábókanna lesa úr verkum sínum og sérlegir gestir verða gjörningaljóðadúettinn Gúmmískáldin og Frank Langmack, Danmerkurmeistarinn í ljóðaslammi.