sunnudagur, júlí 19, 2009

Útgáfuteiti: eldur í æðum - eru ekki allir í stuði? Kvennaslóðir! Comrades!

Útgáfu partý í Gallerí Crymogæu að Laugavegi 41a (fyrir aftan Vínberið) miðvikudagskvöldið 22. júlí.

Fimm fyrstu bækurnar í nýtilkominni smábókaseríu Nýhils koma út í júlí. Þær eru smáar en knáar, fara vel í vasa og eru á mjög hagstæðum kjörum fyrir kreppuþjáða bókaunnendur.


Ég hata alla! ...da ra ra raaa eftir Bryndísi BjörgvinsdótturSjálf kvíslast ég eftir Hildi LilliendahlÞað sem mér finnst helst að heiminum... eftir Ingólf Gíslason


Usli eftir dr. Usla


Sori: manifestó eftir Valerie Solanas í íslenskri þýðingu dr. Usla


Útgáfu bókanna verður fagnað með partíi í Gallerí Crymogæu að Laugavegi 41a (fyrir aftan Vínberið) miðvikudagskvöldið 22. júlí. Höfundar smábókanna lesa úr verkum sínum og sérlegir gestir verða gjörningaljóðadúettinn Gúmmískáldin og Frank Langmack, Danmerkurmeistarinn í ljóðaslammi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er að skrifa Master ritgerð í markaðsfræði á Bifröst. Mér þykir það mjög skemmtilegt hvernig þið reynið alltaf að tengja andlit við atburði og bækur. Er þetta meðvitað? Fylgið þið viljandi markðastefnu Jonathan Glover (sem hann setti fram í bók sinni, marketing is humanity - the future of advertising). Eða er þetta það sem hentar ykkur bara best?

Ég væri einnig til í að heyra reynslu ykkar af notkun á miðlum svo sem blogspot, twitter og facebook. Er þetta framtíðin? Hvað gera þessir miðlar fyrir ljóðið og hafið þið eitthvað unnið með youtube eða einhverskonar sýndarheima? Hafi þið reynt að borga fyrir ljóðabækur með auglýsingarkostnaði eða þóttu skilaboðin sem festust við síðurnar of ósmekkleg, eða ekki nógu smekkleg?

Hafið endilega samband.
Guðjón Friðriksson
gudjfr@hive.is