laugardagur, ágúst 08, 2009

Hermann Stefánsson hættur


„Ég held ég skuldi Nýhil eina bók, svona for old times sake, no hard feelings, en að öðru leyti er ég hættur. Stjórn Nýhils hefur lofað mér því að hún komi út næstu jól.“

Mörgum þykir þetta ótrúlegt í ljósi þess að Hermann átti vinsæla bók síðustu jól, Algleymi, sem mörgum þótti ótrúlega skemmtileg og vel skrifuð.

„Æ, ég er ekkert career skáld. Ég er Gary Numan frekar en Duran Duran; allt í lagi að eiga einn og einn hittara en svo langar mig bara að fljúga rellunni minni - eða gera eitthvað annað.“

Hermann Stefánsson segist ætla að eyða næstu mánuðum á Bahamaeyjum.