mánudagur, júní 15, 2009

Arkitektinn með Alpahúfuna


17. júní næstkomandi heldur Óttar M. Norðfjörð sýningu á klippilistaverkum sem hann vann fyrir bók sína, Arkitektinn með alpahúfuna. Um er að ræða ævisögu Sverris Norðfjörð, föður Óttars, sem lést 17. júní í fyrra, 67 ára að aldri.

Ævisagan er unnin upp úr dánarbúi Sverris, svo sem ljósmyndum, bréfum og teikningum, auk ýmislegs annars. Hver opna í bókinni er sjálfstætt klippilistaverk sem sýnir brot úr ævi Sverris og á sýningunni verða nokkrar vel valdar opnur úr bókinni til sýnis, ásamt bókinni sjálfri. Aðeins 18 eintök voru prentuð af henni.

Sýningin er haldin í Grófinni 1 í miðbæ Reykjavíkur (beint á móti Borgarbókasafninu) og stendur frá klukkan 15-18 aðeins þennan eina dag. Veitingar í boði og allir velkomnir. Það er rithöfundaforlagið Nýhil sem gefur ævisöguna út, sem er 285 síður að lengd og verður ekki til sölu. Allar frekari upplýsingar má nálgast hjá Óttari í síma 866-9276.

Í viðhenginu er bókakápan og ein opna úr bókinni. Þeir sem hafa aðgang að Facebook geta nálgast fleiri opnur á eftirfarandi slóð:

Engin ummæli: