miðvikudagur, nóvember 22, 2006

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMN- OÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ


Nýhil kynnir:
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ eftir Óttar M. Norðfjörð.

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ er frumleg ljóðabók þar semreynt er til hins ítrasta á íslenska tungumálið. Öll orðin í bókinnieru í stafrófsröð, frá fyrsta orði í fyrsta ljóði til síðasta orðs ísíðasta ljóði, og í hverjum kafla er einungis stuðst við orð sembyrja á sama bókstaf. Niðurstaðan er stórskemmtileg ljóðabók semfjallar um allt á milli himins og jarðar, skrifuð á nýstárlegutungumáli sem minnir einna helst á tónlist.

Óttar M. Norðfjörð hefur áður gefið út ljóðabækurnar Grillveður í október, Sirkus, Gula bókin og Gleði og glötun hjá Nýhil og skáldsöguna Barnagælur hjá Mál og menningu. Fyrir örfáum dögum kom einnig út fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar – Hannes: Nóttin er blá, mamma.

Sýnishorn úr bókinni:

E.
Einusinnivar einvalalið einvaldsherra, einvörðungu Eista.Eitilharðir, eitthundrað eitthvað ekkjumenn. Ekklarnir eldgamlir,eldhressir eldhugar. Eldrauðir ellilífeyrisþegarnir elliæru elskuðuendasprettinn. Endaþarmarnir endingargóðir, endurlífganirnarendurteknar, engin ennþá erfðabreyttur. Erfiðasta ergelsið eróbikkið,ertingin espaði Evrópumennina.

AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ e. Óttar Martin Norðfjörð 58bls. 1.500 kr ISBN 9979-9581-5-6Nánari upplýsingar hjá höfundi í síma 866 9276 netf. ottarmn@gmail.com

Engin ummæli: