fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Oddi og Nýhil undirrita samning


Prentsmiðjan Oddi og Nýhil hafa gert með sér sögulegan þriggja ára samstarfssamning. Samningurinn snýst um að leita leiða í óhefðbundnum frágangi á prentverki og er samstafinu ýtt úr vör með prentun á þremur jólaskáldsögum Nýhils en þær eru Fenrisúlfur eftir Bjarna Klemens, Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl og Svavar Pétur og 20. öldin eftir Hauk Má Helgason. Lesa má fréttatilkynninguna í heild sinni hér, en Nýhil lýsir yfir almennum fögnuði og tilhlökkun vegna undirritunarinnar, auk þakklætis. Á myndinni má sjá Viðar Þorsteinssson útgáfustjóra Nýhils og Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóra Odda, en á milli sín hafa þeir bók sem er innbundin í skyrtu áþekka þeirri sem útgáfustjórinn klæðist, glæsilegt dæmi um framsækna bókagerð!

Engin ummæli: