miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Hannes í fyrsta sæti!


Þær gleðifréttir hafa borist Nýhil að fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes - Nóttin er blá, mamma, er komið í fyrsta sæti metsölulistans í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar í flokknum handbækur/fræðibækur/ævisögur. Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.11.06 - 28.11.06.

Og það er ekkert lát á gleðifréttunum hjá Nýhil, því á listanum yfir mest seldu bækur í öllum flokkum er bókin komin í annað sæti! Í fyrsta sæti er Konungsbók eftir Arnald Indriðason, fjórðu vikuna í röð, en Hannes sækir fast að honum og tekst jafnvel að steypa henni af stóli í næstu viku ef fram fer sem horfir.

Það verður gaman að sjá hvernig bókinni reiðir af á metsölulistanum sem Morgunblaðið birtir á næstunni.

1 ummæli:

Valur Brynjar Antonsson sagði...

Hvernig er það, þarf ekki að selja ævisöguna hjá Baugsmönnum líka svo drápsklifjaðir matvöruneytendur fá líka tækifæri að lesa um hinn mikla hugmyndafræðing frjálsrar samkeppni, fólkinu til góða?