þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Jólabókaflóð Nýhils á Súfistanum


Hinir mikilúðlegu skáldsagnahöfundar Nýhils munu miðvikudagskvöldið 8. nóvember lesa upp í hjarta íslenskrar bókmenningar, í sjálfri Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Hér er að sjálfsögðu um að ræða þá herrans menn Bjarna Klemenz, sem kynnir Fenrisúlf, Eirík Örn Norðdahl, sem kynnir Eitur fyrir byrjendur, og Hauk Má Helgason, sem kynnir Svavar Pétur og 20. öldin. Á þeim fáu dögum sem liðið hafa frá útgáfu bókanna hafa þær vakið gríðarjákvæð viðbrögð íslenskra bóklesenda.

Engin ummæli: