miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Svavar Pétur og 20. öldin jólabókin í ár?


Blaðið leitar álits fjögurra einstaklinga um 'jólabókina í ár' í Jólablaði sínu og er einn þeirra ljóðskáldið unga Arngrímur Vídalín. Hann er ekki seinn á sér að nefna til sögunnar eina af jólabókum Nýhils, og viðhefur þau orð: "Það er ekki hægt að standast annan eins söguþráð og birtist í skáldsögunni Svavari Pétri og 20. öldinni, eftir Hauk Má Helgason. Bankastarfsmaður sem fenginn er til að stilla líki Johns Lennon upp í skemmtigarði í Kópavoginum til að hylla 20. öldina, en ræður ekki við afleiðingarnar. Þetta er skemmtilega firrtur gjörningur og hvergi er spurt um siðferði, en eins og LoveStar sýndi fram á um árið veit maður aldrei hvenær skáldskapurinn getur orðið að veruleika."
Arngrímur er því á öndverðum meiði við Úlfhildi Dagsdóttur, gagnrýnanda Bókmenntavefjarins, sem sárnar að höfundur Svavars Pétur útskýri kenningar franska hugsuðarðins Baudrillards 'of vandlega'.
Kaupið Svavar Pétur og 20. öldina hér.

Engin ummæli: