laugardagur, nóvember 25, 2006

Bókahönnun Nýhils prísuð af einvalaliði sérfræðingaFréttablaðið birtir í dag úttekt á gæðum bókahönnunar í jólabókaflóðinu. Óhætt er að segja að Nýhil komi vel út úr samanburðinum, þar eð Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl lendir í 2. sæti. Lofsamlegum orðum er farið um jólaútgáfu Nýhils í heild, m.a. með þessum orðum: „Nýhil-útgáfan skarar augljóslega fram úr samkeppnisaðilum í útgáfu hvað varðar hönnun bókarkápa í ár. Hver bókin frá Nýhil er annarri fegurri …“. Jafnramt segist einn álitsgjafi „alveg eins geta nefnt Svavar Pétur og 20. öldina“ og Eitur fyrir byrjendur.
Í hópi álitsgjafa Fráttablaðsins voru Bryndís Loftsdóttir hjá Pennanum-Eymundsson, Egill Helgason sjónvarpsmaður og Guðmundur Oddur Magnússon hönnunarprófessor.
Una Lorenzen á heiðurinn af hönnun bókanna tveggja sem nefndar voru auk Fenrisúlfs eftir Bjarna Klemenz. Allir þrír titlarnir voru prentaðir hjá prentsmiðjunni Odda en með þeim var einmitt ýtt úr vör samstarfi Nýhils og Odda um framsækna bókagerð, sem óhætt að segja að hefjist með stæl.

Engin ummæli: