föstudagur, nóvember 24, 2006

Hannes í 4. sæti!


Hannes heldur áfram að klifra upp metsölulistana. Á bóksölulista Morgunblaðsins, sem Félagsvísindastofnun tók saman 15-21 nóv. og birtist í dag, er ævisagan komin í 4. sæti í flokki ævisagna og endurminninga.

Bóksölulisti Morgunblaðsins er helsti metsölulisti bókajólanna og byggir á sölutölum frá bókabúðum út um allt land, sem og verslunum á borð við Hagkaup og Nettó. Árangur Hannesar er því einkar glæsilegur, enda fæst hún aðeins í tveimur búðum, Mál og menningu á Laugavegi og Pennanum-Eymundsson í Austurstræti. Eins og áður hefur komið fram kostar hún litlar 99 kr.

Engin ummæli: