föstudagur, nóvember 24, 2006

"Ég hef hlegið af mér rassgatið!"

Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, ævisagnaritari og bókagagnrýnandi Víðsjár, er "mikilvirkur bloggari", eins og kallað er. Á síðu hennar, Dagbók Tótu Pönk, segir Þórunn m.a. frá því að hún hafi nýverið lokið við fyrsta bindi ævisögu Hannessar Hólmsteins: Hannes - Nóttin er blá, mamma, og fer um hana fjarska fallegum orðum. "Ég hef verið að lesa Ævisögu Hannesar Hólmsteins eftir Óttar M. Norðfjörð og ég hef hlegið af mér rassgatið! Svo er pilturinn svo góður að hann selur eintakið á 99 krónur og Mæðrastyrksnefnd fær allan ágóða. Þessi efnismikla og góða bók fer sko í alla jólapakka frá mér!"

Hannes - nóttin er blá, mamma er gefin út af Nýhil og fæst aðeins í Eymundsson á Austurstræti og Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Leiðbeinandi verð er 99 krónur, og líkt og kemur fram í orðum Þórunnar Hrefnu rennur allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar.

Engin ummæli: