mánudagur, nóvember 27, 2006

Hannes hafnar Hannesi



Samkvæmt áreiðanlegum heimildarmanni Nýhil sást til félaganna Gísla Marteins Baldurssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti fyrir örfáum dögum. Grínistinn Gísli Marteinn ákvað þá að bregða á leik og keypti því eintak af fyrsta bindi ævisögu Hannesar, Hannes - Nóttin er blá, mamma og hugðist gefa bláklædda hugmyndafræðingnum. Hannes neitaði hins vegar að þiggja gjöfina!

Þess ber þó að geta að ævisöguritari Hannesar, Óttar M. Norðfjörð, sendi Hannesi eintak af bókinni í síðustu viku, svo ef til vill þáði hann ekki gjöfina sökum þess að hann á nú þegar eintak.

Ekki er vitað um afdrif eintaksins sem Gísli Marteinn keypti handa lærimeistara sínum.

Engin ummæli: