mánudagur, nóvember 27, 2006

Eitur fyrir byrjendur fær þrjár og hálfa stjörnu í Kastljósi


Eitur
fyrir byrjendur
eftir Eirík Örn Norðdahl hlaut rífandi góðan dóm hjá
Jóni Yngva Jóhannssyni, gagnrýnanda Kastljóssins, fyrr í kvöld. Ýmsum af
virtustu höfundum þjóðarinnar var skotinn refur fyrir rass, því Eiríki voru
útdeildar þrjár og hálf stjarna af hinum mikilsvirta gagnrýnanda, sem er harla
gott. Sjáið undrið með eigin
augum
!

Engin ummæli: