fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Dómar felldir


Dómar hafa verið felldir um skáldsögu Hauks Más Helgasonar, Svavar Pétur og 20. öldin. Ritdómari Kistunnar, Arnaldur Máni Finnsson, segist sjaldan hafa lesið jafn "heilbrigðar lýsingar á kostum peninga" en gefur skáldsögunni almennt plús í kladdann, óskar bæði höfundi og Nýhil til hamingju. Nýhil þakkar fyrir sig og roðnar upp að hársrótum! Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Samkvæmt Birni Þór Vilhjálmssyni á Morgunblaðinu "umfaðmar" Svavar Pétur og 20. öldin "svokallaðan póstmódernisma í bókmenntum og gerir sér ennfremur mat úr … kenningum og hugmyndum þessarar stefnu." Verkið spyrji "samtímann ákveðinna spurninga", en "einkum er ímyndasamfélagið yfirheyrt". Björn, sem er nokkuð tvíbentur og tvíeggjaður í dómi sínum, lætur nægja að gefa í skyn að þetta metnaðarfulla verkefni hafi heppnast, en gerir þess í stað athugasemdir við skemmtigildi verksins og líkir því við blogg. Dóminn má ekki lesa nema í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins.

Engin ummæli: