miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Með villidýrum

Nýhil kynnir:

Með villidýrum eftir Kára Pál Óskarsson.

Er hægt að eiga raunverulega hlutdeild í þjáningum annars fólks? Þetta er ein helsta spurningin sem er til umfjöllunar í þessari ljóðabók, sem hefur ofbeldi að meginþema.

Kæri herra Bataille,

ég vildi bara skrifa þér
til að segja að bók þín,
Saga augans,
gekk alveg fram af mér.
Sérstaklega þótti mér senan
þegar stúlkan stingur auga prestsins
fyrst upp í...


Kápu bókarinnar prýðir málverk eftir franska listmálarann Fabien Claude.

Bókin verður fáanleg í bókaverslunum frá og með mánudeginum 1. desember. Leiðbeinandi útsöluverð er kr. 1690. Bókin er 60 síður.

Hægt er að hafa samband við höfund í gegnum netfangið kpo@hi.is og í síma 864 5710.

Engin ummæli: