mánudagur, desember 22, 2008

Nýhil brosirNýhil iðar af kæti og losta vegna úthlutana nýræktarstyrkja frá Bókmenntasjóði. Styrki hlutu ljóðabók Kára Páls Óskarssonar, Með villidýrum, sem er þegar út komin, og svo hið nýstárlega útgáfu-prósjekt Bút-gáfa sem Kristín Svava Tómasdóttir hefur umsjá með. Á myndinni sjást skælbrosandi styrkhafar á viðhöfn sem Bókmenntasjóður efndi til af þessu tilefni.

Engin ummæli: