föstudagur, desember 12, 2008

síðasta ljóðabók sjóns


hreistraður fákur hleypur niður augnlok mín
og leggur niður næfurþunnar blæjur
lykt af lirfum berst fyrir hornið
og býr til falleg sár við brjóst mitt
fiskar við hvern fingur
og með dúfur í ermunum
í langröndóttum náttslopp
í myrkrinu

og ljósinu

og öfugtLoksins loksins!

Síðasta ljóðabók Sjóns er loksins komin út og ekki seinna vænna! Hér ægir saman ótrúlegum fjölda ólíkra fyrirbæra í óheftu hugsanaflæði snillingsins, stefnt saman með aðferðum súrrealismans af þeirri natni og innsæi sem vænta mátti af höfundi.

Allir textar bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera með einum eða öðrum hætti byggðir á ljóðum Sjóns. Aldrei fyrr á Íslandi hefur önnur eins bók komið fyrir almenningssjónir og því ættu sannir ljóðaunnendur ekki að láta þetta snilldarverk framhjá sér fara!

Ritstjóri er Celidonius, útgefandi er Nýhil og leiðbeinandi verð er kr. 490,-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, góðan daginn ... verði ykkur að góðu ... mætti hráefnisframleiðandinn biðja um eitt eintak ... Melhaga 2, 107 Reykjavík ... Takk ...

Sjón