föstudagur, apríl 24, 2009

Kynningarfundur um höfunda Empire

29. apríl klukkan 20:00 - Kaffi Hljómalind

Í tilefni af komu Michaels Hardt og Antonios Negri til Íslands í maí verður stutt og skemmtileg kvöldsamkoma fyrir alla róttæklinga, spekúlanta og aktívista sem langar að kynna sér helstu atriðin í Empire og Multitude.

Sýndur verður hluti úr myndinni The Cell, en hún geymir viðtöl við Antonio Negri um fangelsisvist hans í kjölfar þess að hann var ranglega dæmdur fyrir aðild að morðinu á Aldo Moro forsætisráðherra Ítalíu.

Haldin verður stutt inngangstala um hinar áhrifamiklu kenningar í Empire og Multitude og síðan boðið upp á spurningar og umræður. Allir velkomnir og ókeypis inn!

Engin ummæli: