föstudagur, apríl 03, 2009

Coup d'état Nýhil - NÝ STJÓRN


Hér hefur verið gerð mikil hallarbyltíng, sú mesta sem orðið hefur í sögu Nýhils, og eins og allar stór-hallarbyltíngar hefur hún gerst þegjandi, án þess að nokkur tæki eftir því. Verið viðbúin að veita henni viðtökur þegar hún kemur, jafnvel með vopni í hendi. Ekkert gat bjargað Nýhil nema byltíng undan oki '78 kynslóðarinnar.

Hér er ekkert spaug á ferðinni. Enginn vafi er á því að hér er byltingarástand. Og útkoman tvísýn. Semsé, eins og áður segir í tilkynningunni: Sittúasjónin er revúlúsjóner, það sér hver heilvita maður. Við höfum trú á hinum endurleysandi anda byltíngarinnar á sviðum lista einsog annarstaðar. Hún ræðst inn með fögnuði og innblæstri. Burt með gömlu miðstjórnina!

f.h. nýrrar stjórnar
Halldór Laxness

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef frétt að ný stjórn verði tilkynnd á árshátíð Nýhils.

- heimspekinemi