miðvikudagur, apríl 08, 2009

Síðasta ljóðabók Sjóns er ólöglegRýnanda þykir einkennilegt að einhver skuli nota verk annars til að fá athygli en þó þarf ekki að leita lengra en á facebook, bloggsíður og myspace til að sjá að ýmsir hafa tileinkað sér að nota texta, lög og myndir annarra til að tjá sig. Er Síðasta ljóðabók Sjóns myspace.com að taka á sig efnisform? Sjón er kannski súr en Síðasta ljóðabók Sjóns er súrnun á Sjón, og fellur því algerlega um sjálfa sig...

Celidonus er módel, sem brosir til okkar vandræðalega, klætt línum Sjóns og ef til vill hrópar eitthvað barn „En hann er nakinn!“. Það skiptir engu máli, Celidonius á hvorki tilkall til nektar sinnar né klæða. Bókin er ólögleg.
(úr dómi Jóns Arnar Loðmfjörð á Síðustu ljóðabók Sjóns,
tekið héðan)

Engin ummæli: