þriðjudagur, maí 26, 2009

Hardt og Negri í kvöld

Þriðjudaginn 26. maí kl. 20:00-22:00
Hardt og Negri á
Háskólatorgi (HT 102)

Í verkum Hardts og Negris er engin útópía, engin forskrift að nýrri samfélagsgerð – aðeins hugmyndin um stöðugt andóf og stöðuga baráttu gegn heimkapítalismanum, sem haldi áfram svo lengi sem kerfið er við lýði. Hugmyndir þeirra eru þess vegna ekki endilega líklegar til að slá í gegn hjá þeim sem telja það fyrstu skyldu allra andófshreyfinga að sýna fram á að þær boði „betri hugmynd“ en kapítalismann. Hardt og Negri telja að útópískar hugmyndir séu óþarfar og jafnvel óæskilegar – andófið er alltaf þegar fyrir hendi, félagsleg staðreynd sem hefur frá byrjun mótað kapítalismann og þróun hans, og þarf sem slík ekki á neinni utanaðkomandi réttlætingu að halda.

Viðar Þorsteinsson um Hardt og Negri í viðtali á NEI!inu


Sjá hér frekar um Hardt og Negri

Engin ummæli: