laugardagur, nóvember 07, 2009

10Þ TW – FIMMTA TÖLUBLAÐ: mbfr.is


Nýhil og Tíu þúsund tregawött kynna – samanskroppin af skömm, en tilneydd, kúguð, lömuð af ótta og í allan stað miður sín:

Bókverk? Ljóð? Vefur? Moggablogg? 5. tölublað Tíu þúsund tregawatta? Readymade? Myndlist? Myndbandsljóð og ljóðamyndband? Margmiðlunargagnkvæmisaðilavettvangur? Óforskömmuð auglýsing og staðgengill fyrir lamað Morgunblað? Mbfr er allt þetta, allt annað og allt sem þú getur látið þér detta í hug, allt sem aðrir geta látið sér detta í hug – til dæmis kunningjar þínir, flóttamenn á vergangi, vörubílstjórar, rakarar, Bragi í Bókavörðunni, Halldór Kiljan Laxness, Barack Obama, Sjálfstæðar konur og Birgitta Haukdal (hvar er hún nú?). Og allir koma við sögu – ekkert er mbfr svo óviðkomandi að mbfr dýfi sér ekki óhrætt (kjarkað! óttalaust! sigurboginn! grillhúsgögn! húrra!) ofan í sorapollinn og fletti af honum gubbhulunni! Frjálst og óháð! Þorir þegar aðrir deyja!

Mbfr er listaverk (ógleymanlegt! þjóðardjásn!) eftir Eirík Örn Norðdahl og Jón Örn Loðmfjörð (þeir eru æði, fáránlega hæfileikaríkir!). Það er ókeypis inn (kostar ekki neitt!) og til athugunar, skoðunar, umhugsunar á mbfr.tregawott.net. Allir eru velkomnir! Engin manneskja er ólögleg!

Höfundar vilja þakka Stefáni Friðriki Stefánssyni, Davíð Oddssyni og vefururum og útlitshönnuðum mbl.is fyrir auðsýndan stuðning (ha? auðsýndan stuðning), sem og auglýsendum (ha? auglýsendum?).

Engin ummæli: