miðvikudagur, febrúar 04, 2009

MANÍFESTÓ - SAMEINUM FRAMÚRSTEFNUSKÁLD AF MILLISTÉTT


Christian Bök, Valur B. Antonsson og Eiríkur Örn á ljóðahátíð Nýhils um árið

Við krefjum sameiningu framúrstefnuskálda

Við krefjumst sameiningu millistéttarinnar í skáldaheiminum

Við krefjumst styrkja til að brauðfæða skáldin okkar

Einungis skáld sem hægt er að skilgreina sem framúrstefnuskáld af millistétt mega vera hluti af hópnum

Einungis skáld innan hópsins mega hafa áhrif á ákvörðunartöku innan hans.

Við krefjumst þess að skáld sem misnotuðu Nýhil til eigin framdráttar og hafa yfirgefið hópinn, eins og til dæmis Ármann Jakobsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Steinar Bragi og Þorsteinn Guðmundsson borgi Nýhil tíund.

Það er skylda hvers skálds að skrifa ljóð og stafla bókum á lager Nýhils fyrir Nýhil!

Ríkið verður að endurbyggja menntunarkerfið. Það er fáránlegt að bækur Nýhils séu ekki allar kenndar á öllum skólastigum.

Nýhil er miðstýrt. Leiðtogar Nýhils verða að lofa því að vera tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir Nýhil.


AF LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS: Kristín Svava Tómasdóttir les ljóð með aðstoð gjallarhorns Nýhils. Jón Örn Loðmfjörð hlustar.

Engin ummæli: