miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Lögmál Nýhiljar

Fyrsta boðorð: Félagið heitir Nýhil.

Annað boðorð
: Félagið er stofnað til þess að leggja stund á skáldskap. Skulu félagsmenn yrkja svo mörg kvæði og góð, sem þeim er frekast unnt.

Þriðja boðorð
: Í stjórn félagsins eru allir meðlimir.

Fjórða boðorð
: Félagið heldur fund einu sinni í viku eða því sem næst. Á fundum lesa menn upp kvæði sín, og er hver þeirra skyldur að koma með eitthvað nýtt á hvern fund. Geti einhver félagsmaður ekki mætt á fund, er hann skyldur að senda skriflega afsökun ásamt kvæði eða stöku. Ennfremur skal farið í skóginn, þegar hann er fagur og ástæður leyfa.

Fimmta boðorð
: Á fundum félagsins skal jafnan drukkið kaffi. Ennfremur skulu er ástæður leyfa kneyfð vín svá sem: Viðeyjarvín, Portborgarvín eður Rínarvín. Þá drekka bindindismenn Vormjöð eða því um líkt. Sterkir drykkir eru ekki leyfðir nema Konjakk. Af fagurfræðilegum ástæðum er bjórdrykkja eigi leyfð á fundum.

Sjötta boðorð
: Félagið skal eignast samnefnt vínblöndunarker.

Sjöunda boðorð
: Félagið skal eiga tvær gerðarbækur, skal hin meiri heita Ruslakista. Skulu í hana skráð kvæði, er meiri hluti félagsmanna ákveður. Hin minni skal heita Gullkistill, skulu í hana letruð kvæði þau, er félagsmenn telja einróma til þess fallin.

Áttunda boðorð
: Til þess að fá inngöngu í félagið þarf samþykki allra félagsmanna. Ennfremur skal umsækjandinn botna vísu, er félagsmenn fá honum, svo sæmilegt sé að þeirra dómi.

Níunda boðorð
: Nýkjörnir félagsmenn eru skyldir á fyrsta fundi, er þeir sitja, að veita félagsmönnum, þó ekki meira en nemur 1/2 krónu á nef hvert.

Tíunda boðorð
: Allir félagsmenn skulu hafa dulnefni.

Engin ummæli: