föstudagur, nóvember 06, 2009

Svona eiga prinsessur að vera

Útgáfurisinn Forlagið hefur undanfarið smalað ungum stúlkum útí horn og þröngvað upp á þær illa föndruðum kórónum með pappaglingri og drasli. Það virðist henta vel markaðstaktík Forlagsins að halda í úrsérgengnar staðalímyndir. Í fyrra hélt forlagið sérstakan konudag þar sem afsláttur var veittur af megrunardrykk og bókum um fegurðardrottningar. Prinsessur verða að drottningum sem geta keypt bækur síðar.

Það gleður því Nýhil sérstaklega að sjá unga stúlku afþakka bullið í stórfyrirtækinu og gefa því bara puttann. „Svona eiga prinsessur að vera.“

Engin ummæli: