miðvikudagur, mars 15, 2006

Önnur umsögn dómnefndar

Önnur umsögn dómnefndar í Íslandsmeistaramóti Nýhils í ömurlegri ljóðlist er um ljóðið Ég og minn viðbjóður eftir Karenu Sif Róbertsdóttur. Ljóðið hljómar svo:


Ég og minn viðbjóður

Ég horfi á þig sofa
Ég fyllist viðbjóði
Þú minnir mig á Hulk
En ég elska þig samt.

Ég pissaði á mig
Þegar ég sá þig fyrst
Slík voru áhrifin
Sem að þú hafðir á mig.

Kettirnir okkar eru æðislegir
Þeir fá bara allt of mikinn sykur
Ég er að verða geðveik
Trufluð af anorexiu til þín.

Karen Sif Róbertsdóttir

Umsögn dómnefndar: "Ljóðið Ég og minn viðbjóður eftir Karenu Sif Róbertsdóttur er gætt fruntalegu hrifnæmi og einbeitingarlausri ástríðu sem reynt er að kynda upp með melódramatískri framsetningu ungæðislegs tilfinningaflæðisins. Þá er myndrænt lokaerindið merkilega mikið úr takti við frásagnarhátt fyrstu tveggja erindanna, sem lulla áfram í hægagangi á meðan lokaerindið tekst á flug. Ljóðið er auðsjáanlega ort í Word með kveikt á "autocorrect" fítusnum sem gerir það að verkum að fyrsti stafur hverrar línu er hástafur, burt séð frá því hvort punktur er aftast í línunni á undan, sem gefur þessu hráslagalegan og kæruleysislegan fíling."

Engin ummæli: