miðvikudagur, mars 22, 2006

Ljótu ljóðin

Í gær, þriðjudag, birtist viðtal Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur við Viðar Þorsteinsson, nýskipaðan útgáfustjóra Nýhil í
Blaðinu. Þar kennir margra grasa þar sem Viðar ræðir ljóð almennt og það sem framundan er hjá Nýhil á næstu misserum. Meðal annars segir Viðar: "Ljóðinu er ætlað að vera einhver leið fyrir okkur til að nálgast hið háleita (e. sublime). Á sama tíma eiga ljóð, samkvæmt hefðinni, að fjalla um stóra hluti eins og náttúruna eða ástina, sammannlegar reynslur og fleira í þeim dúr. Öll ljóð sem bregða út af þessari venju, til dæmis þau sem vinna með útúrsnúninga eða ljótleika, verða á einhvern hátt eins og steinvala í skónum... þau bara passa ekki inn í þetta. Ég man að ég fann þetta alltaf óbeint þegar ég var í skóla án þess að því væri blákalt haldið fram. Svo gekk ljóðakennslan einnig út á fáránlega langdregnar útskýringar á því hvað væri myndlíking og hvað væri myndhverfing. Eitthvað sem mér fannst alger móðgun við greind nemenda, en af einhverjum ástæðum er það talið mjög mikilvægt að krakkar skilji þessi atriði. Eins og myndlíkingin opni þessa rás inn í hið háleita." Viðtalið má lesa í pdf-útgáfu Blaðsins með því að smella hér og fletta upp á blaðsíðu 22.

Engin ummæli: