föstudagur, mars 24, 2006

Myndhvörf í minningu Þorsteins

Næsta sunnudag verður haldin ráðstefna um myndhvörf í Þjóðminjasafninu, en að henni standa þeir sem rökræddu myndhvörf í málstofu íslenskuskorar haustið 2004, og Ritið, Tímarit Hugvísindadeildar. Ráðstefnan er helguð minningu Þorsteins Gylfasonar sem kynti sleitulaust undir rökræðunum. Meðal erinda á ráðstefnunni er "Líkami, hryllingur og annarleiki. Um myndhvörf í Kjötbænum eftir Kristínu Eiríksdóttur" sem Elísa Jóhannsdóttir flytur - en þess má einmitt geta að á næstu vikum er von á ljóðabók frá Kristínu í seríu Nýhils sem kennd er við Norrænar bókmenntir. Meðal annarra eftirtektarverðra erinda er "Sjálfs-mynd-hverfing" frá gamlhilistanum og besta-vini-nýhils Hauki Ingvarssyni, "Bókin er borg" frá Inga Birni Guðnasyni og "Að hugsa ekki á íslensku" frá Andra Snæ Magnasyni. Annars virðist þetta allt með skemmtilegasta móti. - Myndin hér fyrir ofan er af Kristínu Eiríksdóttur, og er fengin af vef Veru, vera.is.

Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir:

kl. 10.00-11.05

Ráðstefnan sett: Bergljót S. Kristjánsdóttir

Fyrsta málstofa:

Pétur Gunnarsson: Paradísarmissir, paradísarleit, paradísarheimt
Davíð Erlingsson: Nykrað
Bergljót S. Kristjánsdóttir: Þankar, myndhvörf

kl. 11.05 – 11.20 Kaffihlé

kl. 11.20 – 12.30 - Önnur málstofa:

Jón Karl Helgason: Orðaleikir sem myndhvörf
Guðrún Lára Pétursdóttir: De rerum natura – um sjúkdóma og myndhvörf
Sigurrós Eiðsdóttir: Hnakkar og treflar

kl.12.30 – 13.00 Matarhlé

kl 13.00 – 14.05 - Þriðja málstofa

Linda Vilhjálmsdóttir: Prinsessa um borð
Sverrir Árnason: Einar Benediktsson í skynsambandi við alheiminn
Haukur Ingvarsson: Sjálfs-Mynd-Hverfing

14.05 – 14.20 Kaffihlé

kl. 14.30 – 15.30 - Fjórða málstofa

Hjalti Snær Ægisson: Stofninn og laufið. Myndhvörf um gróður og tungumál.
Elísa Jóhannsdóttir: Líkami, hryllingur og annarleiki. Um myndhvörf í Kjötbænum eftir Kristínu Eiríksdóttur
Benedikt Hjartarson: Draumurinn um hinn ómyndhverfa mann. Myndhvörf og konkretljóð

kl. 15.45 – 16.30 - Fimmta málstofa

Ingi Björn Guðnason: Bókin er borg
Andri Snær Magnason: Að hugsa ekki á íslensku

Engin ummæli: