föstudagur, mars 03, 2006

1170 bækur á einu bretti!

Útvalin hörkutól úr hópi Nýhilista voru í gær send til samningaviðræðna við Íslands liprustu samningamenn, viðskiptamógúla og listunnendur. En þetta voru engar karphúsaumræður heldur var komið saman á sjálfri Lækjarbrekku og þráttað á sívílíseruðum tungum, t.d. dönsku. Nýhilistar höfðu að lokum betur og tókst að pranga 1170 bókum, hvorki meira né minna, upp á bissnessmanninn silfurgráa, Björgólf Guðmundsson formann bankaráðs Landsbankans. Var það mál manna að Björgólfur hefði ekki gert jafn góð kaup síðan þeir sonur hans festu kaup á bjórverksmiðjum lengst austur í Rússíá forðum daga.

Myndin hér að ofan er tekin af Sverri Morgunblaðsins.

Engin ummæli: