miðvikudagur, mars 08, 2006

Nýhil minnir á að lokafrestur til að skila inn ljóðum í Íslandsmeistaramót Nýhils í ömurlegri ljóðlist rennur út á miðnætti í kvöld, áttunda mars. Eins og áður segir verður tekið tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis, auk annarra stílbragða ömurðarinnar sem dómnefnd þykir rétt að hafa til viðmiðunar. Athygli skal einnig veitt á því að verðlaunaafhendingu hefur verið frestað um tvo daga, og verður ekki 15. mars eins og áður sagði, heldur föstudaginn 17. mars.

Engin ummæli: